Reykjavík

Fréttamynd

Ríkið hafnar milljarða kröfu borgarinnar

Ríkið hefur hafnað 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar sem borgin telur sig eiga inni úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snýr að rekstri grunnskóla og nýbúafræðslu. Borgin segir að um sé að ræða vangoldið framlag og krafðist svara frá ríkinu í síðasta lagi í dag. Málið verður að líkindum útkljáð fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Bússa heldur á­fram

Bússi, sex ára gamall, svartur labrador rakki hefur verið týndur frá síðasta föstudag. Gréta Sóley Sigurðardóttir stýrir leitinni að Bússa en eigandi hans, Eva Hrönn, er föst erlendis vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Dómar styttir yfir mönnum sem nauðguðu unglingsstúlku

Landsréttur hefur mildað dóm yfir tveimur Pólverjum á fertugsaldri sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í Reykjavík í febrúar 2017. Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski fengu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Stal bók og réðst á öryggisvörð

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Að því er segir í dagbók lögreglu var þar maður að stela bók.

Innlent
Fréttamynd

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar

Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír

Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 130 milljóna gjaldþrot Lækjarbrekku

Lýstar kröfur í þrotabú veitingastaðarins Lækjarbrekku nema hátt í 133 milljónum króna. Félagið Brekkan 101 ehf. var úrskurðað gjaldþrota í sumar en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember að því er fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggvagata opnuð á ný

Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

55 nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví vegna smits

Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Ferðast 114 ár aftur í tímann

Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri sækja um matar­að­stoð fyrir jólin í ár

Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“

Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu.

Skoðun
Fréttamynd

Lyf og heilsa kaupir Garðs apótek

Haukur Ingason, eigandi Garðs apóteks, og Lyf og heilsa hafa undirritað með sér samning þess efnis að Lyf og heilsa taki yfir rekstur Garðs apóteks sem mun þó áfram verða rekið undir því nafni.

Viðskipti innlent