Ósýnilega fólkið í Reykjavík Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. maí 2022 11:30 Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar