Ósýnilega fólkið í Reykjavík Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. maí 2022 11:30 Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar