Þegar ég flutti úr Vesturbænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2022 08:02 Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar