Reykjavík

Fréttamynd

Að­för gegn slysum eða fólki?

Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Hlíðar­búar vilja smur­brauð í stað smur­olíu

Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að vera grýlan hans Gísla Marteins

Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum.

Skoðun
Fréttamynd

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19

Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Barði fórnarlamb sitt í lærið með kylfu

Tilkynnt var um líkamsárás á Granda um klukkan átta í gærkvöldi þar sem árásarmaður hafði lamið fórnarlamb sitt með kylfu í lærið og flúið af vettvangi. Árásarþoli gat ekki stigið í fótinn og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árásarmaðurinn fannst um þremur tímum síðar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Rússar á Ís­landi mót­mæla fyrir utan sendi­ráðið

Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta.

Innlent
Fréttamynd

Snjöll um alla borg

Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita.

Skoðun
Fréttamynd

750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík

Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Telur Gísla Martein brotlegan við siðareglur RÚV

Þórdís Pálsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur víst að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hafi gerst brotlegur við hina umdeildu 3. grein siðareglna RÚV í heitum umræðum um umferðarmál í Vesturbænum. Gísli Marteinn segist hafa fengið leyfi útvarpsstjóra til að tjá sig um umhverfi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum

„Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust.

Innlent
Fréttamynd

Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi

Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur

Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lyfja kaupir apótek í Skeifunni af Högum

Lyfja hefur náð samkomulagi við Haga um kaup á rekstri Reykjavíkur apóteks í Skeifunni. Apótekið var opnað í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfju. Apótekið var áður í eigu Haga en kaupin eru með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví

Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­setja í stórum stíl undir sin­fóníu­tónum

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. 

Innlent
Fréttamynd

Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun

„Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“

Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Öll sem voru á Ís­lenska barnum 9. apríl fari í skimun

Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun.

Innlent