Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 13:17 Foreldrar og börn spjalla við fulltrúa í borgarráði. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. Foreldrar og börn á leikskólaaldri hafa haldið til í ráðhúsi Reykjavíkur í dag til að mótmæla þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni. Leikskólamálin voru til umræðu á fundi borgarráðs í morgun, sem samþykkti sex tillögur meirihlutans að bráðaaðgerðum í þessum málum. Skúli Helgason borgarfulltrúi kynnti tillögurnar á blaðamannafundi: Að opna Ævintýraborgir á Nauthólsvegi strax í september. Ævintýraborg verði opnaðar að hluta í september en ekki október eins og áður var ráðgert. Þá verði aðlögun barna kláruð á einum mánuði en ekki tveimur og að fyrir miðjan októbermánuð verði öll börnin sem þar bíða eftir plássi komin inn. Lögð verður áhersla á að klára húsnæðið fyrst og ráðist verður í framkvæmdir á útisvæði þegar því er lokið, en á meðan það er ónothæft verður Öskjuhlíðin notuð til útivistar. Borgin muni leita leiða til að nýta það húsnæði sem borgin á, til að taka við nýjum börnum. Korpúlfsskóli komi þar til greina en foreldrar komi til með að veita álit hvað það varðar. Þar sé hægt að rúma talsverðan fjölda, 120 til 150 börn eftir því hvað þau séu gömul. Einnig komi til greina að nýta leikskólann Bakka, sem rúmi fjörutíu börn, með fyrirvara um mönnun. Auk þess komi til greina að nýta frístundaheimilin fyrri hluta dagsins og sömuleiðis húsnæði íþróttafélaga. Nýr leikskóli verði byggður í Fossvogi, þar sem möguleiki er að setja upp sambærilegt húsnæði og verið er að reisa við Nauthólsveg. Þar væri hægt að taka á móti 100 börnum en raunhæft sé að bygging þess skóla taki um níu mánuði og verði því tilbúinn til notkunar um mitt næsta ár. Leikskólinn Steinahlíð við Suðurlandsbraut, sem nú rúmar 55 börn, verði stækkaður. Leikskólinn er í eigu Sumargjafar en borgin er nú í samtali um að hann verði stækkaður í samstari við borgina. Dagforeldrakerfið verði styrkt, niðurgreiðslur til þeirra verði hækkaðar og styrkir auknir. Þetta sé þó hugmynd sem útfæra þurfi nánar en fari strax í vinnslu. Verklag við leikskólainnritun verði betra. Oft sé nú erfitt að fá upplýsingar um hvert foreldrar geti leitað til að fá pláss fyrir börnin sín. Öllum þeim málum verði komið í stafrænt form á netinu og foreldrar geti þannig farið á vef borgarinnar og fengið skýra mynd og sótt um með einföldum hætti. Samningar við sjálfstætt starfandi leikskóla verði vonandi gerfið svo þeir verði einnig inn í sama innritunarkerfi. Einar Þorsteinsson, sem kynnti fundinn, sagði að fín samstaða hafi verið um aðgerðirnar í borgarráði og tillögum frá minnihlutanum hafi verið tekið vel. Þær hafi verið teknar inn í ofangreindar tillögur. Tillögurnar hafi verið unnar mjög hratt undanfarna daga til að bregðast við mótmælum uppgefinna foreldra. Fyrsta skref sé að flýta framkvæmdum og fjölga aðgerðum til að auka framboð af plássum. Vinnan haldi áfram eftir þetta en þetta sé fyrsta skrefið og í framhaldinu verði gefnar út skýrslur um hvernig aðgerðunum miði áfram. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, kynnti aðgerðirnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Foreldrar og börn á leikskólaaldri hafa haldið til í ráðhúsi Reykjavíkur í dag til að mótmæla þeim vanda sem skapast hefur í leikskólamálum í borginni. Leikskólamálin voru til umræðu á fundi borgarráðs í morgun, sem samþykkti sex tillögur meirihlutans að bráðaaðgerðum í þessum málum. Skúli Helgason borgarfulltrúi kynnti tillögurnar á blaðamannafundi: Að opna Ævintýraborgir á Nauthólsvegi strax í september. Ævintýraborg verði opnaðar að hluta í september en ekki október eins og áður var ráðgert. Þá verði aðlögun barna kláruð á einum mánuði en ekki tveimur og að fyrir miðjan októbermánuð verði öll börnin sem þar bíða eftir plássi komin inn. Lögð verður áhersla á að klára húsnæðið fyrst og ráðist verður í framkvæmdir á útisvæði þegar því er lokið, en á meðan það er ónothæft verður Öskjuhlíðin notuð til útivistar. Borgin muni leita leiða til að nýta það húsnæði sem borgin á, til að taka við nýjum börnum. Korpúlfsskóli komi þar til greina en foreldrar komi til með að veita álit hvað það varðar. Þar sé hægt að rúma talsverðan fjölda, 120 til 150 börn eftir því hvað þau séu gömul. Einnig komi til greina að nýta leikskólann Bakka, sem rúmi fjörutíu börn, með fyrirvara um mönnun. Auk þess komi til greina að nýta frístundaheimilin fyrri hluta dagsins og sömuleiðis húsnæði íþróttafélaga. Nýr leikskóli verði byggður í Fossvogi, þar sem möguleiki er að setja upp sambærilegt húsnæði og verið er að reisa við Nauthólsveg. Þar væri hægt að taka á móti 100 börnum en raunhæft sé að bygging þess skóla taki um níu mánuði og verði því tilbúinn til notkunar um mitt næsta ár. Leikskólinn Steinahlíð við Suðurlandsbraut, sem nú rúmar 55 börn, verði stækkaður. Leikskólinn er í eigu Sumargjafar en borgin er nú í samtali um að hann verði stækkaður í samstari við borgina. Dagforeldrakerfið verði styrkt, niðurgreiðslur til þeirra verði hækkaðar og styrkir auknir. Þetta sé þó hugmynd sem útfæra þurfi nánar en fari strax í vinnslu. Verklag við leikskólainnritun verði betra. Oft sé nú erfitt að fá upplýsingar um hvert foreldrar geti leitað til að fá pláss fyrir börnin sín. Öllum þeim málum verði komið í stafrænt form á netinu og foreldrar geti þannig farið á vef borgarinnar og fengið skýra mynd og sótt um með einföldum hætti. Samningar við sjálfstætt starfandi leikskóla verði vonandi gerfið svo þeir verði einnig inn í sama innritunarkerfi. Einar Þorsteinsson, sem kynnti fundinn, sagði að fín samstaða hafi verið um aðgerðirnar í borgarráði og tillögum frá minnihlutanum hafi verið tekið vel. Þær hafi verið teknar inn í ofangreindar tillögur. Tillögurnar hafi verið unnar mjög hratt undanfarna daga til að bregðast við mótmælum uppgefinna foreldra. Fyrsta skref sé að flýta framkvæmdum og fjölga aðgerðum til að auka framboð af plássum. Vinnan haldi áfram eftir þetta en þetta sé fyrsta skrefið og í framhaldinu verði gefnar út skýrslur um hvernig aðgerðunum miði áfram. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, kynnti aðgerðirnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58 Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58 Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bein útsending: Aðgerðir kynntar í leikskólamálum í Reykjavík Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. 18. ágúst 2022 11:58
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18. ágúst 2022 09:58
Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. 17. ágúst 2022 23:30