„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. ágúst 2022 14:16 Skemmdarverkið sem um ræðir, það virðist hafa verið skorið á böndin. Vísir/Sigurjón Ólason Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18