Reykjavík

Fréttamynd

Tveir fluttir á bráða­deild eftir rafs­kútu­slys

Rétt upp úr miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi, þar sem einstaklingur hafði fallið af rafhlaupahjóli, eða rafskútu. Viðkomandi var talinn fótbrotinn og var fluttur á bráðadeild til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“

Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hræði­legt að þurfa að fá nálgunar­bann á son sinn“

„Þetta er al­gjör harm­leikur og ég vil koma því á­leiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigur­geirs­dóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Áka­son, segjast hafa lent í vægast sagt ó­skemmti­legu at­viki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“

Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunga á Hverfisgötu

Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram bongó­blíða fyrir austan

Austur­landið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – alla­vega ef fólk er hrifið af sól og hita. Á­fram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akur­eyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spá­kort Veður­stofunnar.

Veður
Fréttamynd

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið

Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu

Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað.  

Innlent
Fréttamynd

Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum

Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Tækniskólinn í Hafnar­fjörð

Fram­­tíðar­­lausn á hús­­næðis­vanda Tækni­­­skólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sam­mælst um hana. Hún er í formi nýs hús­­næðis við Suður­höfnina í Hafnar­­firði.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárás og kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi þegar óskað var aðstoðar vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn, grunaður um árásina. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

„Opið hús og allir velkomnir“ í Janssen í dag

Bólusett verður með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll klukkan 10 til 13 í dag. Um er að ræða opinn bólusetningardag - „opið hús og allir velkomnir,“ segir á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Réðust inn á heimili og slógu hús­ráðanda með spýtu

Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent