Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:52 Hátt í sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni. Vísir/Vilhelm Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12
Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16
Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00