Innlent

Eldur logaði í rusla­tunnu hjá leik­skólanum Granda­borg

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá eld loga í ruslatunnunni.
Hér má sjá eld loga í ruslatunnunni. Aðsent

Eldur kviknaði í ruslatunnu inni á lóð leikskólans Grandaborgar í Vesturbænum, ekki er vitað hvort um íkveikju sé að ræða.

Hafsteinn Halldórsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir útköll vegna elds í ruslatunnum fremur algeng.

Útkallið barst slökkviliðinu klukkan 18:12 og var slökkviliðið að ljúka störfum á svæðinu um klukkan 18:45. Hafsteinn segir mikinn reyk hafa komið frá tunnunni vegna þess að tunnan sjálf sé úr plasti og kviknað hafi í henni.

Eldurinn var metinn sem minniháttar en hefur ef til vill skotið íbúum á svæðinu skelk í bringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×