Reykjavík Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28 Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28 Árekstur á horni Fellsmúla og Grensásvegar Tveir fólksbílar rákust saman á horni Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Innlent 18.5.2021 13:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út til að bjarga páfagauk og hesti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fremur óvenjulegum verkefnum í gær þegar þeir björguðu páfagauk úr tré og voru kallaðir til þegar hestur sást á sundi. Innlent 18.5.2021 06:51 Þjóðskrá gerði mistök við útreikning vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 samkvæmt Þjóðskrá og hækkaði um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Innlent 18.5.2021 06:40 „Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Innlent 17.5.2021 22:00 Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. Innlent 17.5.2021 19:44 Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Innlent 17.5.2021 19:36 Drónabann vegna fundar Norðurskautsráðsins Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag. Innlent 17.5.2021 19:24 Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Innlent 17.5.2021 18:14 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Innlent 17.5.2021 17:10 HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. Tíska og hönnun 17.5.2021 11:01 Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu. Innlent 17.5.2021 06:18 Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Innlent 16.5.2021 10:30 Plokkuðu 750 kíló af rusli í Elliðaárdalnum Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur plokkuðu 750 kíló af rusli úr Elliðaárdalnum í vikunni, þegar vorhreinsun Orkuveitunnar fór fram. Alls tóku 132 starfsmenn OR þátt í átakinu yfir þrjá daga. Innlent 16.5.2021 08:59 Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Innlent 15.5.2021 20:31 Sofnaði út frá eldamennsku Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið. Innlent 15.5.2021 18:02 Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. Innlent 15.5.2021 14:30 Til greina kemur að setja kvóta á rástímana Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu. Innlent 15.5.2021 08:01 Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn. Innlent 15.5.2021 07:32 Tveir sautján ára í ofsaakstri Lögregluþjónar mældu bíl á 160 kílómetra hraða á Miklubrautinni á öðrum tímanum í nótt en hámarkshraði þar er 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar bíllinn hafði verið stöðvaður reyndist ökumaður hans sautján ára gamall. Innlent 15.5.2021 07:21 Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá. Innlent 14.5.2021 20:12 Sýknaður af bótakröfu fyrir gáleysi á Bitruhálsi Landsréttur hefur staðfest eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 64 ára karlmanni sem sýndi af sér gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. Innlent 14.5.2021 15:01 Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu. Innlent 14.5.2021 13:37 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. Innlent 14.5.2021 11:32 Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Skoðun 14.5.2021 10:00 Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Innlent 14.5.2021 06:45 Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog. Innlent 14.5.2021 06:24 Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. Innlent 13.5.2021 20:05 Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins. Innlent 13.5.2021 19:14 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28
Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28
Árekstur á horni Fellsmúla og Grensásvegar Tveir fólksbílar rákust saman á horni Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Innlent 18.5.2021 13:58
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út til að bjarga páfagauk og hesti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fremur óvenjulegum verkefnum í gær þegar þeir björguðu páfagauk úr tré og voru kallaðir til þegar hestur sást á sundi. Innlent 18.5.2021 06:51
Þjóðskrá gerði mistök við útreikning vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 samkvæmt Þjóðskrá og hækkaði um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Innlent 18.5.2021 06:40
„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Innlent 17.5.2021 22:00
Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. Innlent 17.5.2021 19:44
Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Innlent 17.5.2021 19:36
Drónabann vegna fundar Norðurskautsráðsins Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag. Innlent 17.5.2021 19:24
Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Innlent 17.5.2021 18:14
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Innlent 17.5.2021 17:10
HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. Tíska og hönnun 17.5.2021 11:01
Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu. Innlent 17.5.2021 06:18
Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Innlent 16.5.2021 10:30
Plokkuðu 750 kíló af rusli í Elliðaárdalnum Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur plokkuðu 750 kíló af rusli úr Elliðaárdalnum í vikunni, þegar vorhreinsun Orkuveitunnar fór fram. Alls tóku 132 starfsmenn OR þátt í átakinu yfir þrjá daga. Innlent 16.5.2021 08:59
Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Innlent 15.5.2021 20:31
Sofnaði út frá eldamennsku Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið. Innlent 15.5.2021 18:02
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. Innlent 15.5.2021 14:30
Til greina kemur að setja kvóta á rástímana Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu. Innlent 15.5.2021 08:01
Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn. Innlent 15.5.2021 07:32
Tveir sautján ára í ofsaakstri Lögregluþjónar mældu bíl á 160 kílómetra hraða á Miklubrautinni á öðrum tímanum í nótt en hámarkshraði þar er 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar bíllinn hafði verið stöðvaður reyndist ökumaður hans sautján ára gamall. Innlent 15.5.2021 07:21
Sýndi ógnandi hegðun þegar honum var sagt að nota andlitsgrímu Einstaklingur sem vildi ekki sinna grímuskyldu í verslun í Breiðholti fyrr í dag sýndi starfsmönnum ógnandi hegðun þegar þeir reyndu að ræða við hann. Þegar lögregla kom á staðinn var hann farinn af vettvangi en fannst þó skammt frá. Innlent 14.5.2021 20:12
Sýknaður af bótakröfu fyrir gáleysi á Bitruhálsi Landsréttur hefur staðfest eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 64 ára karlmanni sem sýndi af sér gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. Innlent 14.5.2021 15:01
Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu. Innlent 14.5.2021 13:37
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. Innlent 14.5.2021 11:32
Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Skoðun 14.5.2021 10:00
Sigríður Andersen sækist eftir öðru sæti: „Frelsi gegn helsi“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hún sækist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún er nú fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Innlent 14.5.2021 06:45
Lögregla tvisvar kölluð að Landspítala vegna vandræða Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða á Landspítala. Í fyrra skiptið að Hringbraut og í seinna skiptið í Fossvog. Innlent 14.5.2021 06:24
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. Innlent 13.5.2021 20:05
Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins. Innlent 13.5.2021 19:14