Að sögn Jónasar Inga, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, gekk vel að koma göngumanninum niður af fjallinu og að björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi hafi aðstoðað við björgunina. Tvö fjórhjól sveitarinnar hafi verið notuð við hana.
Hann segir að ástand göngumannsins liggi ekki fyrir að svo stöddu en að grunur sé um að hann hafi ökklabrotnað á göngu sinni.