Reykjavík

Fréttamynd

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ

Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldur í for­gang?

Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00.

Skoðun
Fréttamynd

Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni

Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar.

Innlent
Fréttamynd

Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili

Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir.

Innlent
Fréttamynd

Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíu­leikarnir og að­staða frjáls­í­þrótta­fólks í Reykja­vík

Mikið er frábært að lífið sé smám saman að færast í eðlilegra horf eftir að heimsfaraldurinn skall á. Við erum að byrja að lifa með þessum vágesti og feta okkur í átt að lífinu líkt og það var fyrir heimsfaraldur. Það er því einstaklega gleðilegt að Ólympíuleikarnir sem áttu að fara fram síðasta sumar gátu farið fram núna í sumar og þvílík veisla sem hefur verið að fylgjast með því frábæra íþróttafólki sem þar keppti.

Skoðun
Fréttamynd

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í Hátúni

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi. 

Innlent
Fréttamynd

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík

Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í barna­vernd enn þung á öðru ári Co­vid

Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677.

Skoðun
Fréttamynd

Bar kappið KSÍ ofur­liði?

Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað.

Skoðun