Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri í umferðadeild lögreglunnar, tjáði Fréttablaðinu að ekið hefði verið á vegfaranda á hlaupahjóli á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu. Hann gat ekki veitt upplýsingar um líðan hins slasaða að svo stöddu.
Í samtali við fréttastofu staðfesti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að slysið hefði verið af alvarlegum toga og vænta mætti tilkynningar vegna málsins bráðlega.
Lokað var fyrir alla umferð um Barónstíg á milli Hverfisgötu og Bergþórugötu eftir að slysið varð. Opnað hafði verið aftur fyrir umferð á ellefta tímanum þegar fulltrúi fréttastofu átti leið þar hjá.