Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2022 12:30 Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Bylgjan Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar. Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar.
Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira