Innlent

Neitaði að yfir­gefa í­búðina

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við að vísa óvelkomnum manni úr íbúð í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið í mjög annarlegu ástandi og neitað að yfirgefa íbúðina. Segir að maðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem ætluð fíkniefni fundust hjá manninum. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns.

Í tilkynningu segir einnig frá því að lögregla hafi í nokkrum tilvikum í gærkvöldi og í nótt haft afskipti af einstaklingum vegna vörslu fíkniefna og voru einhverjir þeirra handteknir.

Eldur í yfirgefinni skólabyggingu í Hafnarfirði

Um klukkan 20 í gærkvöldi var tilkynnt um eld í yfirgefinni skólabyggingu í Hafnarfirði. Þar hafði sá sem tilkynnti um eldinn heyrt sprengingu og svo hafi komið eldur frá kjallara. Þarna hafði verið kveikt í rúmdýnu sem var á lóðinni og var búið að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang.

Þá var tilkynnt um slys í Grafarvogslaug um klukkan 21 líkt og sagt var frá á Vísi í gærkvöldi. Þar höfðu nokkrir sundlaugargestir átt í erfiðleikum með öndun vegna klórs í gufubaði.


Tengdar fréttir

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×