Innlent

Fimm­tán mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir vörslu barna­kláms

Bjarki Sigurðsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aflað sér og haft í vörslum sínum tæki sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómur yfir honum var kveðinn við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 

Þann 4. desember árið 2019 fannst efnið í Macbook Pro-fartölvu, Trekstor Primebook-fartölvu og Trekstor Datastation flakkara sem voru í eigu mannsins. Alls er um að ræða 494 kvikmyndir, 32.886 ljósmyndir og 98 teiknimyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Efnið fannst við húsleit á heimili mannsins í Reykjavík. 

Maðurinn hafði aldrei áður verið dæmdur til refsingar en brot hans er talið alvarlegt. Eftir að efnið fannst hefur maðurinn leitað sér aðstoðar sálfræðinga hérlendis og erlendis og farið í áfengismeðferð. Þá sinnir hann enn meðferðarvinnu og sækir viðtöl hjá fagaðilum. 

Hæfileg refsing var því metin fimmtán mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þá var allt myndefni sem maðurinn var ákærður fyrir gert upptækt. Hann þarf að greiða skipuðum verjanda sínum 900 þúsund krónur.

Dóminn má lesa í heild sinni hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×