Reykjavík

Fréttamynd

Ó­rofin þjónusta sveitar­fé­laga

Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. 

Skoðun
Fréttamynd

Skoða sölu á Mal­bikunar­­stöðinni Höfða sem er á leið til Hafnar­fjarðar

Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.

Innlent
Fréttamynd

Selja handáburði í lopapeysum til styrktar Konukoti

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir Konukot á vegum L’Occitane sem selur handáburði í lopapeysum til styrktar athvarfsins. Prjónasysturnar frá Eyrarbakka þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sólrún Jóhannsdóttir eru í sjálfboðavinnu við að hanna og prjóna peysurnar. Það renna 1.500 krónur af hverjum seldum handáburði í lopapeysu til Konukots.

Lífið
Fréttamynd

Lögregla kölluð út vegna kattar  „í góðum gír“

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku

Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Innlent
Fréttamynd

Köstuðu flug­eldum inn í skóla­stofur

Nokkrir óþekktir einstaklingar köstuðu flugeldum inn í skólastofur Verzlunarskóla Íslands fyrr í dag. Enginn slasaðist en nokkrar skemmdir urðu á gólfdúk. Skólastjóri segir að málið sé til skoðunar og telur ólíklegt að um nemendur skólans hafi verið að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Hnignun Reykjavíkur

Þótt meirihlutinn í Reykjavík hafi fallið í öllum kosningum frá 2010 þá hefur hann samt haldið áfram, bætt við sig nýjum flokkum eftir hverjar kosningar. Það má því segja að valdatími núverandi meirihluta nái aftur til maí 2010. Og allan þennan tíma hefur geisað húsnæðiskreppa, líklega sú alvarlegasta síðan í seinna stríði.

Skoðun
Fréttamynd

Líf telur odd­vita­fram­boð Elínar Odd­nýjar ekki beinast gegn sér

Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Elín Oddný skorar Líf á hólm

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga.

Innlent
Fréttamynd

Hefur mestar áhyggjur af tíundu bekkingum

Um helmingur þeirra sem greinist með Covid-19 eru börn á grunn- og leikskólaaldri og ríflega fimm þúsund börn í Reykjavík voru fjarverandi úr skóla í gær. Skólastjóri hefur áhyggjur af tíundu bekkingum og hvaða áhrif skert skólahald mun hafa á þá.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina

Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn.

Innlent
Fréttamynd

Líf gefur á­fram kost á sér í odd­vita­sætið

Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014.

Innlent
Fréttamynd

Hluti nemenda fær að mæta í Seljaskóla á morgun

Seljaskóli opnar aftur á morgun að hluta en tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að skólanum yrði lokað fram á mánudag vegna fjölda kennara og nemenda sem höfðu smitast. Fimm árgangar fá að mæta aftur á morgun en aðrir þurfa að vera heima. Staðan verður metin aftur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Heyrnar­laus skóla­stjóri Hlíða­skóla lætur ekkert stoppa sig

Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast.

Innlent
Fréttamynd

Einstaka „Íslandshjólið“ komið í leitirnar

Hjól ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard er komið í leitirnar eftir að því var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í gær. Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun við mikinn fögnuð ljósmyndarans. 

Innlent