Íbúar miður sín: Stórhætta skapaðist af friðuðum trjám sem nauðsynlegt reyndist að fella Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 21:37 Ólafur Egill Egilsson er miður sín vegna þess að fella þurfti tvö hundrað ára reynitré í hverfinu hans í dag. Fella þurfti tvö friðuð reynitré í Reykjavík í dag þar sem rótarkerfi þeirra voru ónýt eftir framkvæmdir. Íbúi er miður sín yfir brotthvarfi trjánna en verktaki sem fjarlægði þau segir að skapast hafi stórhætta af þeim. Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira