Einstök hönnun á nýju hverfi á Héðinsreit í Vesturbæ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Þetta glæsilega hverfi rís nú á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Stöð 2 Í Vesturbæ Reykjavíkur á gamla Héðinsreitnum, sem kallast nú Vesturvin, er að rísa spennandi hverfi, alveg niður við sjóinn. Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum! Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum!
Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira