Reykjavík

Fréttamynd

Hjól­reiða­maður ekinn niður við Kringlu­mýrar­braut

Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir grófa nauðgun í bíl

Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. 

Innlent
Fréttamynd

Leggja niður starf­semi bóka­bílsins

Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Innlent
Fréttamynd

Strákar á speglinum til­kynna ein­elti

Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkja að styrkja rafíþróttir

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Mála hönd Dana­konungs bláa og minna á að Ís­lendingar búi við „úr­elta stjórnar­skrá“

Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði

Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey.

Innlent
Fréttamynd

Hætta með nætur­strætó

Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkið snið­gengur börn af er­lendum upp­runa bú­sett í Reykja­vík

Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­leifur vann Bak­garðs­hlaupið

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?

Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Innlent