Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Vésteinn Valgarðsson er forstöðumaður lífsskoðunarfélagsins Díamat. Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, sótti um lóð hjá borginni og krafðist þess að fá hana án endurgjalds og án þess að þurfa að greiða gatnagerðargjöld í maí árið 2016. Vísaði það til ákvæðis laga um Kirkjusjóð um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðagjaldi. Borgin synjaði umsókninni og stóð sú ákvörðun þrátt fyrir kærur Díamat til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Díamat stefndi þá borginni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sýknaði borgina. Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms þegar hann féll sumarið 2022. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að félagið hafi óskað leyfis þann 4. janúar síðastliðinn til þess að áfrýja dómi Landsréttar í málinu frá 8. desember síðastliðnum. Reykjavíkurborg hafi lagst gegn beiðninni. Báru fyrir sig venjuhelgaða framkvæmd Í ákvörðuninni segir að með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Reykjavíkurborgar af kröfum DíaMat. Í dómi Landsréttar hafi verið rakið að borgin hefði úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga á árunum 1999 til 2011. Með lögum sem tóku 1. janúar 2013 hafi verið gerð sú breyting á lögum um skráð trúfélög að heimilt yrði að skrá lífsskoðunarfélög að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um lögunum. Borgin hefði úthlutað einu trúfélagi lóð endurgjaldslaust eftir gildistöku laganna árið 2013 og í fundargerð borgarráðs hafi af því tilefni verið bókað að farsælast væri að í framtíðinni sæktu trúfélög um og greiddu fyrir lóðir í landi borgarinnar. Landsréttur hafi lagt til grundvallar að fram að gildistöku laganna árið 2013 hefði tiltekin stjórnsýsluframkvæmd skapast hjá borginni um úthlutun lóða til skráðra trúfélaga samkvæmt þágildandi ákvæðum laga. Landsréttur hafi tekið fram að borgin hefði aldrei úthlutað lóð án endurgjalds til lífsskoðunarfélags og því talið að ekki hefði verið venjuhelguð framkvæmd sem DíaMat hefði með réttu getað vænst að tæki til þess í kjölfar þeirra breytinga sem hefði leitt af lögunum árið 2013. Þá hefðu lögin ekki breytt tiltekinni grein laga um Kristnisjóð. Landsréttur hafi því hvorki fallist á að ákvörðun borgarinnar um synjun á umsókn félagsins hefði verið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða stjórnsýslulaga né að fella bæri ákvörðunina úr gildi á öðrum grunni. Hafi hvorki almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir að DíaMat hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi við túlkun á því hvernig stjórnvöldum beri að haga breytingum á stjórnsýsluframkvæmd og túlkun jafnræðisreglna og áhrif lagabreytinga og stjórnsýsluframkvæmdar þar að lútandi. Félagið hafi jafnframt byggt á að málið varði mikilvæga hagsmuni sína enda um að ræða stjórnarskrárvarin réttindi þess og félagsmanna þess ásamt því að hafa fjárhagslega þýðingu. Loks hafi félagið byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, einkum að því er varðar túlkun á þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Þá væri rangt að félagið hefði byggt á því fyrir Landsrétti að með gildistöku þeirra laga hafi það öðlast rétt til að fá úthlutaða lóð heldur hafi það þvert á móti byggt á því að sá réttur hafi skapast með áframhaldandi stjórnsýsluframkvæmd borgarinnar við úthlutun lóða. Niðurstaða Hæstaréttar var að að virtum gögnum málsins yrði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni félagsins. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Trúmál Dómsmál Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira