Innlent

Leika listir sínar við Við­ey

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hnúfubakarnir virtust ánægðir með athyglina.
Hnúfubakarnir virtust ánægðir með athyglina. Vísir/Vilhelm

Hnúfubakar hafa leikið listir sínar örskammt frá landi í Reykjavík undanfarna daga. Þeir virðast njóta athygli vegfarenda í botn.

Í morgun syntu tveir þeirra inn á milli Viðeyjar og Sundahafnar á meðan nokkrir héldu sig utar frá landi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fréttastofu myndaði hnúfubakana tvo sem brugðu sérstaklega á leik fyrir ljósmyndarann.

Koma hvalanna hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Auðvelt er að bera hvalina augum og þeir virðast alls ekki feimnir við athyglina.

Þessi hnúfubakur naut lífsins við Viðey, líkt og myndirnar bera með sér. Vísir/Vilhelm

Hvalirnir tveir virtust gera sitt allra besta til að leyfa vegfarendum að njóta sýningarinnar.Vísir/Vilhelm

Veðrið lék við vegfarendur og hvalina sjálfa.Vísir/Vilhelm

Hvalurinn stakk sér svo aftur til sunds eftir að hafa leikið sér í dágóða stund. Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×