Grindavík

Fréttamynd

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Bíllinn fór út af veginum og valt í vegkantinum.

Innlent
Fréttamynd

Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða

Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni vilja meira umferðaröryggi

"Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks," segir formaður Ungmennaráðs Grindavíkur

Innlent
Fréttamynd

Líklega sjór í vélarúminu

"Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík.

Innlent
Fréttamynd

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Rammíslenski veitingastaðurinn Hjá Höllu hefur verið opnaður í Leifsstöð. Þar ræður Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir og býður meðal annars upp á ferskan fisk.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast eignarnáms á landsréttindum á Reykjanesi

Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni

Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina.

Innlent