Íbúar orðnir langþreyttir á skjálftunum: „Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2021 19:35 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir íbúa orðna þreytta á ástandinu. Skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag og átti upptök sín 2,5 kílómetra norður af Nátthaga. Vísir Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins í dag er sá næst öflugasti í skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir í rúmar tvær vikur. Hann fannst vel á öllum Reykjanesskaganum og alla leið á Sauðárkrók en einnig í Vestmannaeyjum. Hann mældist 5,4 að stærð og var um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Allt lék á reiðiskjálfi í Grindavík í dag og en ekkert teljanlegt tjón varð. Það hrundi hins vegar úr skápum og hillum hjá fólki og í Nettó hrundu vörur úr nánast öllum hillum. Íbúar eru orðnir þreyttir á ástandinu. Hvernig upplifirðu þetta? Er þetta orðið þreytandi? „Já svolítið. Þetta er orðið ágætt,“ segir Valgerður Vilmundardóttir, starfsmaður Lyfju í Grindavík. Hún segir mikinn beyg í fólki. „Ekki mér samt. Ég er búin að missa af svo miklu. Ég hef ekkert verið heima þannig að ég er alveg róleg,“ segir Valgerður. Eru íbúar farnir að vona að það brjótist vara út eldgos? „Allavega að þetta fari að klárast. Stór skjálfti eða eitthvað annað, þetta er orðinn ágætis tími,“ segir Valgerður. „Ég bara vonast til að það opnist einhver rifa þarna sem losar um spennuna hérna. Þetta er að verða leiðinlegra en fótboltaleikur,“ segir Sigurður Enoksson, eigandi Hérastubbs bakarís. Hann segir ástandið orðið lýjandi. „En ég held að við séum orðin dálítið samdauna þessu. Við finnum ekki fyrir öllu en auðvitað er maður orðinn þreyttur. Við auðvitað vöknum snemma á nóttunni og ég er með hund hjá mér sem er órólegur. En við verðum bara að taka þessu eins og hverju öðru,“ segir Sigurður. „Mikilvægt að fólk undirbúi sig“ Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, tekur undir að fólk sé orðið þreytt á ástandinu. „Þessi skjálfti var verulega óþægilegur og snarpur. Hrinan er búin að standa yfir í tuttugu daga og ekkert lát er á þessu ennþá þannig að við getum lítið annað gert en að fylgjast með ráðleggingum og upplýsingum færustu sérfræðinga í þessum málum,“ sagði Fannar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er við öllu búinn og við verðum bara að bíða átekta. Það er mjög mikilvægt að íbúar hérna undirbúi sig, vari vel yfir viðbragðsáætlanir og rýmingaráætlanir sem má finna til dæmis á heimasíðu Grindavíkurbæjar og fari eftir leiðbeinginum almannavarna um það hvernig maður eigi að vera viðbúinn,“ segir Fannar. Hann segir að bæjaryfirvöld séu að undirbúa streymi í næstu viku fyrir íbúa þar sem sálfræðingar og aðrir sérfræðingar muni ræða við íbúa og undirbúa þá eftir bestu getu. „Við höfum verið að reyna að koma upplýsingum á framfæri við fólkið okkar, við vorum með íbúafundi bæði á laugardag og sunnudag í síðustu viku og erum núna að undirbúa það að vera með streymi líka þar sem koma sálfræðingar og aðrir til þess að útskýra hlutina og reyna einhvern vegin að undirbúa fólk eins og hægt er“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að fólk standi þétt saman og hlúi að hvoru öðru. „Svo verðum við hvert fyrir sig og öll saman að hlúa hvert að öðru og gera okkar besta til að láta daglega rútínu fara fram eins og lítið hafi í skorist en auðvitað er þetta mjög óþægilegt. Það gætir vaxandi þreytu hjá fólki eftir því sem tíminn líður,“ segir Fannar. Áhrifa frá skjálfta upp á 5.4 sem varð fyrr í dag gætti víða um land eins og sést á þessu hristingskorti af skjálftanum...Posted by Veðurstofa Íslands on Sunday, March 14, 2021 Væri til í gos til að losna við skjálftana Í kringum tvö þúsund skjálftar hafa mælst í dag og á þriðja tug þeirra hafa verið stærri en þrír. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er líklega um að ræða svokallaða gikkskjálfta sem er afleiðing spennubreytinga, og fylgdi að líkindum í kjölfar skjálfta í hádeginu sem mældist 4,6 að stærð. Líkur á eldgosi eru taldar hafa aukist. Upptök skjálftanna eru við Fagradalsfjall og finna íbúar í Vogum vel fyrir þeim, og taka undir með nágrönnum sínum í Grindavík um að stóri skjálftinn í dag hafi virkað sá öflugasti frá því að hrinan hófst þann 24. febrúar. „Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga. Hann segir alltaf jafn óþægilegt að finna hristinginn. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo við losnum við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag,“ segir Bergur. Nálægð við byggð skýrir það hve vel fólk fann fyrir skjálftanum Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vegna þess hve nálægt upptök skjálftans stóra í dag voru byggð hafi fólk fundið betur fyrir honum en öðrum stórum skjálftum sem riðið hafa yfir undanfarnar vikur. „Hann var mjög nálægt Grindavík þessi skjálfti, hann var bara 2,5 kílómetra frá byggðinni. Það skýrir af hverju fólk fann svona vel fyrir honum, þetta var bara við bæjardyrnar hjá fólki,“ segir Benedikt. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkurnar á eldgosi haldi áfram að aukast. Benedikt tekur undir þetta. „Ég held að á meðan við sjáum kvikusöfnun undir Fagradalsfjalli aukist líkurnar á eldgosi með hverjum degi sem líður. Menn verða líka að átta sig á því að við erum að horf á kvikusöfnun undir Fagradalsfjalli og þá myndum við væntanlega sjá eldgos í nágrenni þess svæðis,“ segir Benedikt. „Það sem við erum að sjá í Grindavík aftur á móti eru svokallaðir gikkskjálftar, sem eru spennubreytingar við kvikusöfnunina.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. 14. mars 2021 18:05 Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi í Grindavík í dag og en ekkert teljanlegt tjón varð. Það hrundi hins vegar úr skápum og hillum hjá fólki og í Nettó hrundu vörur úr nánast öllum hillum. Íbúar eru orðnir þreyttir á ástandinu. Hvernig upplifirðu þetta? Er þetta orðið þreytandi? „Já svolítið. Þetta er orðið ágætt,“ segir Valgerður Vilmundardóttir, starfsmaður Lyfju í Grindavík. Hún segir mikinn beyg í fólki. „Ekki mér samt. Ég er búin að missa af svo miklu. Ég hef ekkert verið heima þannig að ég er alveg róleg,“ segir Valgerður. Eru íbúar farnir að vona að það brjótist vara út eldgos? „Allavega að þetta fari að klárast. Stór skjálfti eða eitthvað annað, þetta er orðinn ágætis tími,“ segir Valgerður. „Ég bara vonast til að það opnist einhver rifa þarna sem losar um spennuna hérna. Þetta er að verða leiðinlegra en fótboltaleikur,“ segir Sigurður Enoksson, eigandi Hérastubbs bakarís. Hann segir ástandið orðið lýjandi. „En ég held að við séum orðin dálítið samdauna þessu. Við finnum ekki fyrir öllu en auðvitað er maður orðinn þreyttur. Við auðvitað vöknum snemma á nóttunni og ég er með hund hjá mér sem er órólegur. En við verðum bara að taka þessu eins og hverju öðru,“ segir Sigurður. „Mikilvægt að fólk undirbúi sig“ Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, tekur undir að fólk sé orðið þreytt á ástandinu. „Þessi skjálfti var verulega óþægilegur og snarpur. Hrinan er búin að standa yfir í tuttugu daga og ekkert lát er á þessu ennþá þannig að við getum lítið annað gert en að fylgjast með ráðleggingum og upplýsingum færustu sérfræðinga í þessum málum,“ sagði Fannar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er við öllu búinn og við verðum bara að bíða átekta. Það er mjög mikilvægt að íbúar hérna undirbúi sig, vari vel yfir viðbragðsáætlanir og rýmingaráætlanir sem má finna til dæmis á heimasíðu Grindavíkurbæjar og fari eftir leiðbeinginum almannavarna um það hvernig maður eigi að vera viðbúinn,“ segir Fannar. Hann segir að bæjaryfirvöld séu að undirbúa streymi í næstu viku fyrir íbúa þar sem sálfræðingar og aðrir sérfræðingar muni ræða við íbúa og undirbúa þá eftir bestu getu. „Við höfum verið að reyna að koma upplýsingum á framfæri við fólkið okkar, við vorum með íbúafundi bæði á laugardag og sunnudag í síðustu viku og erum núna að undirbúa það að vera með streymi líka þar sem koma sálfræðingar og aðrir til þess að útskýra hlutina og reyna einhvern vegin að undirbúa fólk eins og hægt er“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að fólk standi þétt saman og hlúi að hvoru öðru. „Svo verðum við hvert fyrir sig og öll saman að hlúa hvert að öðru og gera okkar besta til að láta daglega rútínu fara fram eins og lítið hafi í skorist en auðvitað er þetta mjög óþægilegt. Það gætir vaxandi þreytu hjá fólki eftir því sem tíminn líður,“ segir Fannar. Áhrifa frá skjálfta upp á 5.4 sem varð fyrr í dag gætti víða um land eins og sést á þessu hristingskorti af skjálftanum...Posted by Veðurstofa Íslands on Sunday, March 14, 2021 Væri til í gos til að losna við skjálftana Í kringum tvö þúsund skjálftar hafa mælst í dag og á þriðja tug þeirra hafa verið stærri en þrír. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er líklega um að ræða svokallaða gikkskjálfta sem er afleiðing spennubreytinga, og fylgdi að líkindum í kjölfar skjálfta í hádeginu sem mældist 4,6 að stærð. Líkur á eldgosi eru taldar hafa aukist. Upptök skjálftanna eru við Fagradalsfjall og finna íbúar í Vogum vel fyrir þeim, og taka undir með nágrönnum sínum í Grindavík um að stóri skjálftinn í dag hafi virkað sá öflugasti frá því að hrinan hófst þann 24. febrúar. „Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga. Hann segir alltaf jafn óþægilegt að finna hristinginn. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo við losnum við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag,“ segir Bergur. Nálægð við byggð skýrir það hve vel fólk fann fyrir skjálftanum Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vegna þess hve nálægt upptök skjálftans stóra í dag voru byggð hafi fólk fundið betur fyrir honum en öðrum stórum skjálftum sem riðið hafa yfir undanfarnar vikur. „Hann var mjög nálægt Grindavík þessi skjálfti, hann var bara 2,5 kílómetra frá byggðinni. Það skýrir af hverju fólk fann svona vel fyrir honum, þetta var bara við bæjardyrnar hjá fólki,“ segir Benedikt. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkurnar á eldgosi haldi áfram að aukast. Benedikt tekur undir þetta. „Ég held að á meðan við sjáum kvikusöfnun undir Fagradalsfjalli aukist líkurnar á eldgosi með hverjum degi sem líður. Menn verða líka að átta sig á því að við erum að horf á kvikusöfnun undir Fagradalsfjalli og þá myndum við væntanlega sjá eldgos í nágrenni þess svæðis,“ segir Benedikt. „Það sem við erum að sjá í Grindavík aftur á móti eru svokallaðir gikkskjálftar, sem eru spennubreytingar við kvikusöfnunina.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. 14. mars 2021 18:05 Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. 14. mars 2021 18:05
Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. 14. mars 2021 16:11
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16