Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2026 19:00 Húsið sem Sigurður og Sunna Elvíra bjuggu í á Spáni. „Það var alveg brjálaður áhugi á þessu máli. Ég held að þetta sé með svona stærri málum sem hafa komið upp á síðustu árum, af því að það er svo marglaga og svo margir angar á þessu,“ segir Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Skáksambandsmálið svokallaða. Í þriðja þætti nýrrar seríu af Eftirmálum í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi er Skáksambandsmálið rifjað upp en um er að ræða eitt umfangsmesta og umtalaðasta sakamál sem komið hefur upp hér á landi á seinustu árum. Málið snerist um innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017, sem varð til þess að lögreglan og sérsveitin réðust til atlögu á skrifstofu Skáksambandsins þegar pakki með efnunum barst þangað. Inn í málið fléttaðist síðan dularfullt slys þar sem fyrrum eiginkona eins af sakborningunum féll á milli hæða á heimili þeirra á Spáni og lamaðist. Hvað átti sér stað ytra hefur aldrei komið í ljós. Ótrúleg atburðarás Upphaf Skáksambandssmálsins svokallaða má rekja til þess að í janúar árið 2018 hóf lögreglan umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við grun um innflutning á talsverðu magni fíkniefna til landsins. Í þessum aðgerðum voru tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að lögregla og sérsveit framkvæmdu húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ. Þó svo að starfsmenn Skáksambands Íslands tengdust ekki að öllu leyti málinu var húsnæði sambandsins rýmt sem hluti af aðgerðunum. Síðar sama mánuð var upplýst að aðgerðir lögreglu gegn Skáksambandinu og á Hvíta riddaranum væru hluti af mun víðtækara fíkniefnamáli. Ráðist hafði verið í þrjár húsleitir og rannsókn málsins var enn í fullum gangi. Samkvæmt fréttum kom sending fíkniefna frá Spáni áleiðis til landsins og var hún merkt Skáksambandinu, þótt sambandið sjálft tengdist efnunum ekki. Forseti Skáksambandsins lýsti því hvernig lögreglan braust inn og að fíkniefni hefðu verið tekin úr stærri pakka sem fylgdu sendingunni. Þrátt fyrir afskipti lögreglu þá var engin frekari skýring gefin á því hvers vegna sendingin barst í húsnæði Skáksambandsins. Í lok sama mánaðar, þann 24. janúar, greindi Vísir frá því að ung íslensk kona, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, hefði lamast upp að brjóstkassa eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili sínu í Malaga á Spáni. Fram kom að eiginmaður hefði verið handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Þremur dögum síðar greindi Vísir frá því að karlmaður hefði verið handtekinn við komuna til landsins, grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu. Fram kom að umræddur maður, Sigurður Kristinsson, hefði verið handtekinn á Spáni vikuna á undan, í tengslum við að eiginkona hans hryggbrotnaði og lamaðist eftir fall, en að honum hafi verið sleppt að lokinni yfirheyrslu. Ótal vangaveltur spruttu upp Sunna Sæmundsdóttir, varafréttastjóri fréttastofu Sýnar, kafaði ítarlega ofan í málið á sínum tíma. „Ég man að það var ofboðslega tilviljanakennt hvernig ég heyrði af þessu. Það voru aðgerðir á Hvíta riddaranum í Mosó og ég er úr Mosó og þekki eitthvað fólk sem er að vinna þar og heyrði af þeim aðgerðum. Svo heyrði ég líka af þessum aðgerðum í Skeifunni hjá Skáksambandinu, af því að einhver kunningi minn hafði verið í pool þarna á einhverri poolstofu í Skeifunni og sá þetta þar. Þegar Ísland í dag ræddi við Sunnu lá hún alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga og óvíst var hvenær hún myndi komast heim.Vísir/Egill Ég var ekki á vakt þennan dag en ég hringdi og lét vita af þessu. Þannig kom það til. Skömmu eftir þetta bárust síðan fréttir af því að það væri íslensk kona á sjúkrahúsi eftir fall á Spáni, og að maðurinn hennar væri í varðhaldi. Ég man ekki hvort maður hafi tengt þetta tvennt endilega saman,“ rifjar Sunna upp í þætti Eftirmála. Eftir að í ljós kom að þessi tvö mál tengdust spruttu upp óteljandi vangaveltur, enda mörgum spurningum ósvarað. Á sama tíma lá Sunna Elvíra alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Malaga. Dóttir hennar hafði verið send til Íslands og dvaldi hjá aðstandendum. Sunna Elvíra var þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og óvíst er með batahorfur. Til stóð að hún yrði flutt með sjúkraflugvél til Íslands svo hægt væri að hefja viðeigandi meðferð á Landspítala. Áætlað var að hún kæmi til landsins í lok janúar, en heimför hennar var seinkað þrátt fyrir að búið væri að útvega sjúkraflugvél. Á sama tíma hélt bið Sunnu Elvíru áfram við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsinu í Malaga, sem er ekki sérhæft í meðferð á þeim áverkum sem hún varð fyrir. Spænsk yfirvöld héldu vegabréfi hennar eftir og síðar kom í ljós að hún hafði verið sett í farbann í tengslum við rannsókn á fíkniefnamálinu. Þetta vakti enn frekari spurningar, þar sem ítrekað var tekið fram í fréttum að hún væri ekki með stöðu sakbornings. Aðstandendur hennar lýstu stöðunni sem óskiljanlegri: Sunna Elvíra lá lömuð á sjúkrahúsi, mátti hvorki yfirgefa landið né flytjast á annan spítala og hafði lítið sem ekkert verið upplýst um stöðu sína í málinu. „Þetta voru svo margir angar og bara ofboðslega áhugavert mál,“ segir Sunna. Ég bara fann til með henni, að vera í þessari stöðu og langaði að tala við hana. Og svo var það líka bara þetta: Hvað gerðist? Ég var bara mjög forvitin að komast að því hvað hafði gengið þarna á. Úthugsuð svör Það var síðan í febrúarmánuði 2018 að Sunna fór út til Malaga og tók viðtal við Sunnu Elvíru á sjúkrahúsinu. Í samtali við Eftirmál segir Sunna að það hafi verið nokkuð sérstök upplifun að ræða við Sunnu Elvíru. „Hún var svolítið hrædd og einhvern veginn óörugg, fannst mér. Þegar ég talaði við hana þá kom mér svolítið á óvart hvað hún var ofboðslega vel að máli farin og þetta voru svolítið úthugsuð svör hjá henni. Ég held að hún hafi verið búin að skipuleggja sig vel fyrir þetta viðtal,“rifjar Sunna upp. „En hún var náttúrulega bara að ganga í gegnum eitthvað gríðarlegt áfall; hún var ein eftir á Spáni af því að maðurinn hennar fór til Íslands og hún sagði hún hefði ekkert vitað af því að hann væri að fara heim. Þannig að hún var þarna ein með mömmu sinni, og dóttir þeirra var líka farin til Íslands. Hún vissi ekkert um sína stöðu almennilega og var tilfinningalaus fyrir neðan mitti, hún var komin með legusár og vildi komast á annan spítala þar sem hún gæti fengið viðeigandi meðferð.“ Á þessum tíma voru margvíslegar sögusagnir í gangi varðandi fall Sunnu Elvíru, meðal annars getgátur um að fallið væri tengt handrukkun. „Hún var á tímabili grunuð um einhverja aðild að þessu. Það voru einhverjar sögusagnir um að hennar kort hefði verið notað til að greiða fyrir þessa sendingu til Íslands, en hún hafnaði því. Þegar ég var að ræða við hana var hún með einhverjar kenningar um að lögreglan væri hreinlega að halda henni þarna í farbanni til að þrýsta á um einhverjar upplýsingar, af því þau voru að reyna að uppræta einhvern glæpahring þarna á Spáni. Spurðir þú hana eitthvað út í það hvers vegna fjölskyldan bjó þarna á Spáni, í Malaga? „Hún sagði við mig bara að þau hefðu einfaldlega viljað hefja nýtt líf á Spáni, svona „fresh start.“ Ég man að það var líka talað um einhverja fjárhagsörðugleika.“ Sagðist koma af fjöllum Í viðtalinu sem birtist í Ísland í dag sagðist Sunna Elvíra vera orðin örvæntingarfull og sagðist þrá að komast heim til Íslands. Hún sagðist jafnframt lítið sem ekkert muna eftir tildrögum slyssins; hún hefði fengið höfuðhögg og væri ekki búin að endurheimta minnið að fullu. Aðspurð hvenær hún hafi áttað sig á því að maðurinn hennar hafi verið handtekinn grunaður fyrir þetta sagði hún: „Í rauninni bara þegar ég vakna úr aðgerðinni þá stóðu bara tveir lögreglumenn yfir mér og tjáðu mér það að hann hefði verið handtekinn í tengslum við þetta slys og mér brá alveg rosalega af því ég vissi strax í hjarta mínu að hann hafði ekki átt neinn þátt í þessu. Þetta var bara slys.“ Hún kvaðst jafnframt vera handviss um að eiginmaður hennar hefði ekki haft neina aðkomu að slysinu: „Já, ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys.“ Fram kom að Sunna Elvíra var yfirheyrð af lögreglunni á Spáni daginn eftir að maðurinn hennar var handtekinn á Íslandi, og spurð út í meintan innflutning á fíkniefnum frá Alicante til Íslands. Hún hafði ekkert hitt eiginmann sinn eftir slysið þar sem hann var í heimsóknarbanni á spítalanum samkvæmt fyrirmælum lögreglu. Hún kvaðst jafnframt ekkert vita um hvaða stöðu hún hefði í málinu á þeim tímapunkti. Aðspurð sagði hún eiginmann sinn ekkert hafa rætt við sig áður en hann fór til Íslands og ítrekaði að hún hefði ekki haft neina vitneskju af því að hann væri viðriðinn fíkniefnamál. Fregnir af handtöku hans á Íslandi hafi komið henni „gjörsamlega í opna skjöldu.“ „Hann virðist algjörlega hafa haldið mér fyrir utan þetta. Sem betur fer, segi ég,“ sagði Sunna Elvíra í viðtalinu en aðspurð sagðist hún heldur ekkert hafa vitað af því að maðurinn hennar væri í neyslu. Aðspurð hvernig henni leið þegar hún frétti að Sigurður eiginmaður hennar hefði verið handtekinn við komuna til Íslands svaraði hún: Rosalega illa. Það bara þymdi yfir mig, bara vanlíðan. Ég var bara sár og bara hissa. Maður fer að efast um sjálfan sig í rauninni. Maður fer að hugsa til baka: „Bíddu, af hverju sá ég þetta ekki fyrir? Á öðrum stað sagðist Sunna Elvíra ekki vera tilbúin að ræða við eiginmann sinn um málið. „Það er ekki forgangsatriði hjá mér að yfirheyra hann um þetta. Ég vil bara sem minnst af þessu vita í rauninni. Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima.“ Ótrúlegur áhugi á málinu Í samtali við Eftirmál lýsir Sunna því hvernig umrætt viðtal við Sunnu Elvíru í Íslandi í dag skildi í raun eftir sig fleiri spurningar heldur en svör. „Mér fannst ennþá ofboðslega mörgum spurningum ósvarað, af því að hún mundi ekki eftir því hvað gerðist þarna í þessu máli; sagðist ekkert tengja sig þessu fíkniefnamáli. Allar spurningarnar sem maður hafði, maður var ekkert endilega kominn með svör við þeim. Ég hafði alveg einhverjar efasemdir. Þegar ég talaði við hana fannst mér þetta pínu æfð svör þegar ég hlustaði á hana. En það er samt svo erfitt að setja sig í spor konu sem liggur á spítala í þessum aðstæðum, og er bara í áfalli.“ Á endanum var fallið frá öllum grunsemdum um að Sunna Elvíra væri viðriðin fíkniefnamálið. Farbanni yfir henni var aflétt. Hrundið var af stað hópsöfnun til að koma henni heim til Íslands með sjúkraflugi. Söfnunin vakti gríðarleg viðbrögð og tókst að safna nauðsynlegum fjármunum á skömmum tíma. Eins og fram kemur í þætti Eftirmála lýsir það vel þeim gífurlega áhuga sem málið meðal almennings. „Fjölmiðlar bara biðu eftir henni og henni var fylgt á Grensás þar sem hún fór strax eftir heimkomuna. Allt myndað og tekið upp,“ segir Sunna og bætir við að málið sé sakamál en inn í það fléttist síðan þessi persónulegri harmleikur Sunnu Elvíru, sem var á þessum tíma föst á sjúkrahúsi á Spáni, lömuð fyrir lífstíð. „Fólk var með alls konar kenningar um það hvað hefði komið fyrir hana. Það var ótrúlega margt þarna sem spilaði inn í, sem kveikti áhugann hjá fólki fyrir þessu máli,“ segir Sunna en aðspurð segist hún halda að þar hafi einnig spilað inn í að fólk hafi fundið til með Sunnu Elvíru í þessum aðstæðum. Eftir að ég kom heim vildu allir tala um þetta og fólk var annaðhvort bara: „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“ eða „Greyið konan.“ Þannig að þetta var mjög umdeilt. Samfélagsmiðlar loguðu Sunna nefnir í þætti Eftirmála að það hafi sífellt verið að dúkka upp eitthvað nýtt varðandi málið. Á meðan hún var úti á Spáni var til að mynda brotist inn á heimili Sunnu Elvíru og Sigurðar í Marbella, en það eina sem innbrotsþjófurinn gerði var að kveikja upp í arninum í húsinu. Sunna Elvíra og móðir hennar höfðu engar kenningar um hvað hefði gengið á. „Þetta kyndi undir sögusagnir um einhverja aðkomu glæpamanna þarna úti.“ Á þessum tíma var dómsmálaráðuneytið búið að senda yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi tæki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru. Degi eftir að viðtalið við Sunnu Elvíru birtist í Ísland í dag greindi Vísir frá því að hús þeirra hjóna í Marbella hefði verið sett á sölu, en eignin var metin á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma loguðu samfélagsmiðlar af vangaveltum. Myndir af heimili hjónanna í Marbella, sem birtust í fasteignaauglýsingum og á vefsíðu, sýndu hátt glerhandrið þar sem Sunna Elvíra hafði fallið. Margir spurðu sig hvernig mögulegt væri að falla þar „óvart“. Níu árum síðar er sömu spurningum enn ósvarað. Sunna Elvíra hefur sagst vilja horfa fram á veginn en ekki í baksýnisspegilinn. Hún tók þátt í hópatriði á Kvennafrídaginn 24. október síðastliðinn á Arnarhóli um jafnréttisparadísina Ísland. Var ekki á vitnalista Í apríl 2018 var greint frá því að eiginmaðurinn, Sigurður Kristinsson, hefði verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS Verks. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, þar á meðal tengdamóðir Sigurðar, en hún vann sem bókari og var stjórnarformaður félagsins. Áður hafði verið greint frá því að félagið væri til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra og að meint undanskot eigna hlypi á hundruðum milljóna. Þá væru einnig til rannsóknar mikil vanskil vörsluskatta. Sigurður og móðir Sunnu Elvíru neituðu bæði sök við þingfestingu málsins. Á þeim tíma hafði Sigurður setið í gæsluvarðhaldi í tæpa þrjá mánuði í tengslum við Skáksambandsmálið, grunaður um fíkniefnainnflutning og smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni. Sigurður neitaði sök fyrir dómi þrátt fyrir að hafa játað sök við yfirheyrslur hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Þann 30. september sama ár var síðan greint frá því að Sigurður væri ákærður vegna Skáksambandsmálsins. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi neitaði Sigurður sök, þrátt fyrir að hafa áður játað sök hjá lögreglu. Á þessum tíma var talað um Sigurð sem „fyrrverandi eiginmann“ Sunnu Elvíru í fréttum og því ljóst að hjónin væru að skilja. Þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur var Sunna Elvíra ekki á vitnalista. Í febrúar 2019 var Sigurður í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Skáksambandsmálinu. Hákon Örn Bergmann hlaut tólf mánaða fangelsisdóm og Jóhann Axel Viðarsson hlaut níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Í febrúar 2019 stytti Landsréttur refsinguna yfir Sigurði í þrjú og hálft ár. Hann hefur síðan aftur komist í kast við lögin og var í fyrra dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmáli Íslandssögunnar. Skáksambandsmálið Eftirmál Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira
Í þriðja þætti nýrrar seríu af Eftirmálum í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi er Skáksambandsmálið rifjað upp en um er að ræða eitt umfangsmesta og umtalaðasta sakamál sem komið hefur upp hér á landi á seinustu árum. Málið snerist um innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017, sem varð til þess að lögreglan og sérsveitin réðust til atlögu á skrifstofu Skáksambandsins þegar pakki með efnunum barst þangað. Inn í málið fléttaðist síðan dularfullt slys þar sem fyrrum eiginkona eins af sakborningunum féll á milli hæða á heimili þeirra á Spáni og lamaðist. Hvað átti sér stað ytra hefur aldrei komið í ljós. Ótrúleg atburðarás Upphaf Skáksambandssmálsins svokallaða má rekja til þess að í janúar árið 2018 hóf lögreglan umfangsmiklar aðgerðir í tengslum við grun um innflutning á talsverðu magni fíkniefna til landsins. Í þessum aðgerðum voru tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að lögregla og sérsveit framkvæmdu húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal á veitingastaðnum Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ. Þó svo að starfsmenn Skáksambands Íslands tengdust ekki að öllu leyti málinu var húsnæði sambandsins rýmt sem hluti af aðgerðunum. Síðar sama mánuð var upplýst að aðgerðir lögreglu gegn Skáksambandinu og á Hvíta riddaranum væru hluti af mun víðtækara fíkniefnamáli. Ráðist hafði verið í þrjár húsleitir og rannsókn málsins var enn í fullum gangi. Samkvæmt fréttum kom sending fíkniefna frá Spáni áleiðis til landsins og var hún merkt Skáksambandinu, þótt sambandið sjálft tengdist efnunum ekki. Forseti Skáksambandsins lýsti því hvernig lögreglan braust inn og að fíkniefni hefðu verið tekin úr stærri pakka sem fylgdu sendingunni. Þrátt fyrir afskipti lögreglu þá var engin frekari skýring gefin á því hvers vegna sendingin barst í húsnæði Skáksambandsins. Í lok sama mánaðar, þann 24. janúar, greindi Vísir frá því að ung íslensk kona, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, hefði lamast upp að brjóstkassa eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili sínu í Malaga á Spáni. Fram kom að eiginmaður hefði verið handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Þremur dögum síðar greindi Vísir frá því að karlmaður hefði verið handtekinn við komuna til landsins, grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu. Fram kom að umræddur maður, Sigurður Kristinsson, hefði verið handtekinn á Spáni vikuna á undan, í tengslum við að eiginkona hans hryggbrotnaði og lamaðist eftir fall, en að honum hafi verið sleppt að lokinni yfirheyrslu. Ótal vangaveltur spruttu upp Sunna Sæmundsdóttir, varafréttastjóri fréttastofu Sýnar, kafaði ítarlega ofan í málið á sínum tíma. „Ég man að það var ofboðslega tilviljanakennt hvernig ég heyrði af þessu. Það voru aðgerðir á Hvíta riddaranum í Mosó og ég er úr Mosó og þekki eitthvað fólk sem er að vinna þar og heyrði af þeim aðgerðum. Svo heyrði ég líka af þessum aðgerðum í Skeifunni hjá Skáksambandinu, af því að einhver kunningi minn hafði verið í pool þarna á einhverri poolstofu í Skeifunni og sá þetta þar. Þegar Ísland í dag ræddi við Sunnu lá hún alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga og óvíst var hvenær hún myndi komast heim.Vísir/Egill Ég var ekki á vakt þennan dag en ég hringdi og lét vita af þessu. Þannig kom það til. Skömmu eftir þetta bárust síðan fréttir af því að það væri íslensk kona á sjúkrahúsi eftir fall á Spáni, og að maðurinn hennar væri í varðhaldi. Ég man ekki hvort maður hafi tengt þetta tvennt endilega saman,“ rifjar Sunna upp í þætti Eftirmála. Eftir að í ljós kom að þessi tvö mál tengdust spruttu upp óteljandi vangaveltur, enda mörgum spurningum ósvarað. Á sama tíma lá Sunna Elvíra alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Malaga. Dóttir hennar hafði verið send til Íslands og dvaldi hjá aðstandendum. Sunna Elvíra var þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og óvíst er með batahorfur. Til stóð að hún yrði flutt með sjúkraflugvél til Íslands svo hægt væri að hefja viðeigandi meðferð á Landspítala. Áætlað var að hún kæmi til landsins í lok janúar, en heimför hennar var seinkað þrátt fyrir að búið væri að útvega sjúkraflugvél. Á sama tíma hélt bið Sunnu Elvíru áfram við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsinu í Malaga, sem er ekki sérhæft í meðferð á þeim áverkum sem hún varð fyrir. Spænsk yfirvöld héldu vegabréfi hennar eftir og síðar kom í ljós að hún hafði verið sett í farbann í tengslum við rannsókn á fíkniefnamálinu. Þetta vakti enn frekari spurningar, þar sem ítrekað var tekið fram í fréttum að hún væri ekki með stöðu sakbornings. Aðstandendur hennar lýstu stöðunni sem óskiljanlegri: Sunna Elvíra lá lömuð á sjúkrahúsi, mátti hvorki yfirgefa landið né flytjast á annan spítala og hafði lítið sem ekkert verið upplýst um stöðu sína í málinu. „Þetta voru svo margir angar og bara ofboðslega áhugavert mál,“ segir Sunna. Ég bara fann til með henni, að vera í þessari stöðu og langaði að tala við hana. Og svo var það líka bara þetta: Hvað gerðist? Ég var bara mjög forvitin að komast að því hvað hafði gengið þarna á. Úthugsuð svör Það var síðan í febrúarmánuði 2018 að Sunna fór út til Malaga og tók viðtal við Sunnu Elvíru á sjúkrahúsinu. Í samtali við Eftirmál segir Sunna að það hafi verið nokkuð sérstök upplifun að ræða við Sunnu Elvíru. „Hún var svolítið hrædd og einhvern veginn óörugg, fannst mér. Þegar ég talaði við hana þá kom mér svolítið á óvart hvað hún var ofboðslega vel að máli farin og þetta voru svolítið úthugsuð svör hjá henni. Ég held að hún hafi verið búin að skipuleggja sig vel fyrir þetta viðtal,“rifjar Sunna upp. „En hún var náttúrulega bara að ganga í gegnum eitthvað gríðarlegt áfall; hún var ein eftir á Spáni af því að maðurinn hennar fór til Íslands og hún sagði hún hefði ekkert vitað af því að hann væri að fara heim. Þannig að hún var þarna ein með mömmu sinni, og dóttir þeirra var líka farin til Íslands. Hún vissi ekkert um sína stöðu almennilega og var tilfinningalaus fyrir neðan mitti, hún var komin með legusár og vildi komast á annan spítala þar sem hún gæti fengið viðeigandi meðferð.“ Á þessum tíma voru margvíslegar sögusagnir í gangi varðandi fall Sunnu Elvíru, meðal annars getgátur um að fallið væri tengt handrukkun. „Hún var á tímabili grunuð um einhverja aðild að þessu. Það voru einhverjar sögusagnir um að hennar kort hefði verið notað til að greiða fyrir þessa sendingu til Íslands, en hún hafnaði því. Þegar ég var að ræða við hana var hún með einhverjar kenningar um að lögreglan væri hreinlega að halda henni þarna í farbanni til að þrýsta á um einhverjar upplýsingar, af því þau voru að reyna að uppræta einhvern glæpahring þarna á Spáni. Spurðir þú hana eitthvað út í það hvers vegna fjölskyldan bjó þarna á Spáni, í Malaga? „Hún sagði við mig bara að þau hefðu einfaldlega viljað hefja nýtt líf á Spáni, svona „fresh start.“ Ég man að það var líka talað um einhverja fjárhagsörðugleika.“ Sagðist koma af fjöllum Í viðtalinu sem birtist í Ísland í dag sagðist Sunna Elvíra vera orðin örvæntingarfull og sagðist þrá að komast heim til Íslands. Hún sagðist jafnframt lítið sem ekkert muna eftir tildrögum slyssins; hún hefði fengið höfuðhögg og væri ekki búin að endurheimta minnið að fullu. Aðspurð hvenær hún hafi áttað sig á því að maðurinn hennar hafi verið handtekinn grunaður fyrir þetta sagði hún: „Í rauninni bara þegar ég vakna úr aðgerðinni þá stóðu bara tveir lögreglumenn yfir mér og tjáðu mér það að hann hefði verið handtekinn í tengslum við þetta slys og mér brá alveg rosalega af því ég vissi strax í hjarta mínu að hann hafði ekki átt neinn þátt í þessu. Þetta var bara slys.“ Hún kvaðst jafnframt vera handviss um að eiginmaður hennar hefði ekki haft neina aðkomu að slysinu: „Já, ég trúi því að maðurinn minn hafi ekki átt neinn þátt í þessu. Hann er ekki ofbeldismaður. Þannig að ég held að ég geti fullyrt að hann hafi ekki komið að þessu. Þetta er bara slys.“ Fram kom að Sunna Elvíra var yfirheyrð af lögreglunni á Spáni daginn eftir að maðurinn hennar var handtekinn á Íslandi, og spurð út í meintan innflutning á fíkniefnum frá Alicante til Íslands. Hún hafði ekkert hitt eiginmann sinn eftir slysið þar sem hann var í heimsóknarbanni á spítalanum samkvæmt fyrirmælum lögreglu. Hún kvaðst jafnframt ekkert vita um hvaða stöðu hún hefði í málinu á þeim tímapunkti. Aðspurð sagði hún eiginmann sinn ekkert hafa rætt við sig áður en hann fór til Íslands og ítrekaði að hún hefði ekki haft neina vitneskju af því að hann væri viðriðinn fíkniefnamál. Fregnir af handtöku hans á Íslandi hafi komið henni „gjörsamlega í opna skjöldu.“ „Hann virðist algjörlega hafa haldið mér fyrir utan þetta. Sem betur fer, segi ég,“ sagði Sunna Elvíra í viðtalinu en aðspurð sagðist hún heldur ekkert hafa vitað af því að maðurinn hennar væri í neyslu. Aðspurð hvernig henni leið þegar hún frétti að Sigurður eiginmaður hennar hefði verið handtekinn við komuna til Íslands svaraði hún: Rosalega illa. Það bara þymdi yfir mig, bara vanlíðan. Ég var bara sár og bara hissa. Maður fer að efast um sjálfan sig í rauninni. Maður fer að hugsa til baka: „Bíddu, af hverju sá ég þetta ekki fyrir? Á öðrum stað sagðist Sunna Elvíra ekki vera tilbúin að ræða við eiginmann sinn um málið. „Það er ekki forgangsatriði hjá mér að yfirheyra hann um þetta. Ég vil bara sem minnst af þessu vita í rauninni. Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima.“ Ótrúlegur áhugi á málinu Í samtali við Eftirmál lýsir Sunna því hvernig umrætt viðtal við Sunnu Elvíru í Íslandi í dag skildi í raun eftir sig fleiri spurningar heldur en svör. „Mér fannst ennþá ofboðslega mörgum spurningum ósvarað, af því að hún mundi ekki eftir því hvað gerðist þarna í þessu máli; sagðist ekkert tengja sig þessu fíkniefnamáli. Allar spurningarnar sem maður hafði, maður var ekkert endilega kominn með svör við þeim. Ég hafði alveg einhverjar efasemdir. Þegar ég talaði við hana fannst mér þetta pínu æfð svör þegar ég hlustaði á hana. En það er samt svo erfitt að setja sig í spor konu sem liggur á spítala í þessum aðstæðum, og er bara í áfalli.“ Á endanum var fallið frá öllum grunsemdum um að Sunna Elvíra væri viðriðin fíkniefnamálið. Farbanni yfir henni var aflétt. Hrundið var af stað hópsöfnun til að koma henni heim til Íslands með sjúkraflugi. Söfnunin vakti gríðarleg viðbrögð og tókst að safna nauðsynlegum fjármunum á skömmum tíma. Eins og fram kemur í þætti Eftirmála lýsir það vel þeim gífurlega áhuga sem málið meðal almennings. „Fjölmiðlar bara biðu eftir henni og henni var fylgt á Grensás þar sem hún fór strax eftir heimkomuna. Allt myndað og tekið upp,“ segir Sunna og bætir við að málið sé sakamál en inn í það fléttist síðan þessi persónulegri harmleikur Sunnu Elvíru, sem var á þessum tíma föst á sjúkrahúsi á Spáni, lömuð fyrir lífstíð. „Fólk var með alls konar kenningar um það hvað hefði komið fyrir hana. Það var ótrúlega margt þarna sem spilaði inn í, sem kveikti áhugann hjá fólki fyrir þessu máli,“ segir Sunna en aðspurð segist hún halda að þar hafi einnig spilað inn í að fólk hafi fundið til með Sunnu Elvíru í þessum aðstæðum. Eftir að ég kom heim vildu allir tala um þetta og fólk var annaðhvort bara: „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“ eða „Greyið konan.“ Þannig að þetta var mjög umdeilt. Samfélagsmiðlar loguðu Sunna nefnir í þætti Eftirmála að það hafi sífellt verið að dúkka upp eitthvað nýtt varðandi málið. Á meðan hún var úti á Spáni var til að mynda brotist inn á heimili Sunnu Elvíru og Sigurðar í Marbella, en það eina sem innbrotsþjófurinn gerði var að kveikja upp í arninum í húsinu. Sunna Elvíra og móðir hennar höfðu engar kenningar um hvað hefði gengið á. „Þetta kyndi undir sögusagnir um einhverja aðkomu glæpamanna þarna úti.“ Á þessum tíma var dómsmálaráðuneytið búið að senda yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi tæki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru. Degi eftir að viðtalið við Sunnu Elvíru birtist í Ísland í dag greindi Vísir frá því að hús þeirra hjóna í Marbella hefði verið sett á sölu, en eignin var metin á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma loguðu samfélagsmiðlar af vangaveltum. Myndir af heimili hjónanna í Marbella, sem birtust í fasteignaauglýsingum og á vefsíðu, sýndu hátt glerhandrið þar sem Sunna Elvíra hafði fallið. Margir spurðu sig hvernig mögulegt væri að falla þar „óvart“. Níu árum síðar er sömu spurningum enn ósvarað. Sunna Elvíra hefur sagst vilja horfa fram á veginn en ekki í baksýnisspegilinn. Hún tók þátt í hópatriði á Kvennafrídaginn 24. október síðastliðinn á Arnarhóli um jafnréttisparadísina Ísland. Var ekki á vitnalista Í apríl 2018 var greint frá því að eiginmaðurinn, Sigurður Kristinsson, hefði verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS Verks. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, þar á meðal tengdamóðir Sigurðar, en hún vann sem bókari og var stjórnarformaður félagsins. Áður hafði verið greint frá því að félagið væri til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra og að meint undanskot eigna hlypi á hundruðum milljóna. Þá væru einnig til rannsóknar mikil vanskil vörsluskatta. Sigurður og móðir Sunnu Elvíru neituðu bæði sök við þingfestingu málsins. Á þeim tíma hafði Sigurður setið í gæsluvarðhaldi í tæpa þrjá mánuði í tengslum við Skáksambandsmálið, grunaður um fíkniefnainnflutning og smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni. Sigurður neitaði sök fyrir dómi þrátt fyrir að hafa játað sök við yfirheyrslur hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Þann 30. september sama ár var síðan greint frá því að Sigurður væri ákærður vegna Skáksambandsmálsins. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi neitaði Sigurður sök, þrátt fyrir að hafa áður játað sök hjá lögreglu. Á þessum tíma var talað um Sigurð sem „fyrrverandi eiginmann“ Sunnu Elvíru í fréttum og því ljóst að hjónin væru að skilja. Þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur var Sunna Elvíra ekki á vitnalista. Í febrúar 2019 var Sigurður í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Skáksambandsmálinu. Hákon Örn Bergmann hlaut tólf mánaða fangelsisdóm og Jóhann Axel Viðarsson hlaut níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Í febrúar 2019 stytti Landsréttur refsinguna yfir Sigurði í þrjú og hálft ár. Hann hefur síðan aftur komist í kast við lögin og var í fyrra dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmáli Íslandssögunnar.
Skáksambandsmálið Eftirmál Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira