Í myndbandi sem fréttastofa fékk sent frá starfsfólki Nettó í Grindavík sést hvar skyrdósir, sjampóbrúsar og fleiri vörur verslunarinnar liggja á rúi og stúi um ganga verslunarinnar. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Skjálftinn var með þeim stærri sem riðið hafa yfir síðan skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. Þá varð skjálfti sem var 5,7 að stærð, en nokkrir skjálftar um eða yfir fimm hafa orðið síðan þá.
Í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, ekki hafa fengið fréttir af alvarlegu tjóni, hvorki á fólki né munum, í kjölfar skjálftans. Töluvert hafi þó verið um að innanstokksmunir dyttu úr hillum á heimilum fólks, og víðar, líkt og myndbandið að ofan sýnir.