Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2021 00:14 Skjálftavirkni hefur í dag færst nokkuð nær Grindavík. Öflugasti skjálftinn í kvöld var 4,2 að stærð og fannst vel í Grindavík. Vísir/Egill Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn. Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira