Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Hann reið yfir klukkan 14:15 í gær og var 5,4 að stærð. Skjálftinn var þannig sá næststærsti í hrinunni sem hófst 24. febrúar.
Grindvíkingar eru margir langþreyttir á jarðskjálftahrinunni, sem nú hefur staðið yfir nær linnulaust í tæpar þrjár vikur. Nú skömmu fyrir hádegi höfðu um þúsund skjálftar mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt.