Kópavogur

Fréttamynd

Skólaskætingur

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Kópavogsleiðinn

Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær tekur aftur upp sam­ræmd próf

Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur.

Skoðun
Fréttamynd

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent
Fréttamynd

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Gefur sig fram fimm­tíu árum eftir banka­rán í Kópa­vogi

Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta sé ekki bóla“

Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. 

Innlent
Fréttamynd

„Í­búar eru ein­fald­lega komnir með nóg“

Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 

Innlent