Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niður­greiðslu

Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­mál Reykja­víkur­borgar

Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskt mennta­kerfi - stórar á­skoranir

Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum.

Skoðun
Fréttamynd

Binda vonir við skóla­starf og aðra þjónustu í Grinda­vík næsta haust

Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert barnabann í Há­skóla Ís­lands

Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Á að banna notkun gervi­greindar í há­skólum?

Um allan heim eru háskólar að takast á við spurninguna um notkun gervigreindar í akademísku umhverfi. Spurningin um notkun gervigreindar í háskólum vekur upp mikilvæga umræðu um framtíð menntunar. Háskóli Íslands hefur tekið skrefið í að setja fram leiðbeiningar um notkun gervigreindar, en spurningin er hvort frekari aðgerðir þurfi til að tryggja samræmi og siðferðislega notkun.

Skoðun
Fréttamynd

Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“

Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin.

Lífið
Fréttamynd

Hefði frestað barn­eign hefði hún vitað af barnabanni

Einstæð móðir með barn á brjósti þarf að velja á milli þess að segja sig úr áfanga í fjarnámi í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri eða sætta sig við lægri einkunn. Ástæðan er sú að ekki er leyfilegt að vera með barn í kúrsinum. Forsvarsmenn HA segja reynt að koma til móts við foreldra en gæta þurfi hagsmuna annarra nemenda um leið. 

Innlent
Fréttamynd

Enn tveimur skrefum frá sam­einingu skólanna

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Börnin villtu á sér heimildir og seldu kyn­ferðis­legar myndir

Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið.

Innlent
Fréttamynd

Næst­stærsti há­skóli landsins í pípunum

Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi.

Innlent
Fréttamynd

Mátti synja meintum nas­ista um inn­göngu í lög­reglu­skólann

Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum.

Innlent
Fréttamynd

Hver ber sökina?

Miklar og stórar umræður fara nú fram um slakan árangur íslenskra ungmenna í Pisa könnunum. Sama umræða og ekki veigaminni hefur farið fram eftir sérhverja könnun af þessu tagi, sem fram hefur farið á liðnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getum við bætt frammi­stöðu ís­lenskra barna í PISA?

Nú þegar grunnskólasamfélagið heldur í langþráð jólafrí verður ekki fram hjá því litið að niðurstöður Íslands í PISA könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru áfram áhyggjuefni fyrir íslenskt menntakerfi. Niðurstaðan hefur vakið verðskuldaða athygli, innan menntasamfélagsins sem og utan þess og er það fagnaðarefni.

Skoðun
Fréttamynd

PISA og þjóð

Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari.

Skoðun
Fréttamynd

Kostar 3.000 krónur að vera of seinn að sækja krakkann

Sveitarfélagið Árborg hefur sent út tilkynningu til foreldra leikskólabarna vegna rúmlega helmingshækkunar á leikskólagjaldi er lúta að frávikum umsamins dvalartíma. Kostar hvert korter nú 1.911 krónur en hækkar upp í 3.000 krónur eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Snæ­dís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu

Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

Innlent
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum Mennta­mála­stofnunar sagt upp

Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 

Innlent
Fréttamynd

Gætum allt eins gefið ein­kunn fyrir fituprósentu

Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig.

Innlent