„Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, og Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans. Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í gær kynnti Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tillögu sem snýr að því að leikskólar innan Fjarðabyggðar verði sameinaðir innan nýrrar stofnunar sem heitir Leikskóli Fjarðabyggðar. Rekstur leikskóla innan byggðakjarnanna heldur áfram en einn leikskólastjóri verður yfir þeim öllum. Byggðakjarnarnir eru Breiðdalsvík, Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður og Mjóifjörður. Svipuð útfærsla verður með grunnskóla sveitarfélagsins sem sameinast allir undir stofnuninni Grunnskóli Fjarðabyggðar. Skólastjórar verða í öllum grunnskólunum nema á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þar munu deildarstjórar stýra málum með stuðningi skólastjóra á Fáskrúðsfirði. Neskaupstaður er fjölmennasti þéttbýliskjarni Fjarðabyggðar en þar búa um 1.500 manns.Vísir/Vilhelm Allir í minnihlutanum sammála meirihlutanum Jón Björn er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu en flokkurinn er í meirihlutasamstarfi með Fjarðarlistanum. Í minnihluta eru svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Allir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni, sem og bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Oddviti Fjarðarlistans greiddi atkvæði með tillögunni en Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, greiddi atkvæði gegn henni. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og fyrrverandi bæjarstjóri.Vísir/Sigurjón Skortur á samráði Hún hafði tekið til máls á fundi bæjarstjórnar fyrir atkvæðagreiðsluna og sagði hún tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. „Ég verð að fá að lýsa vonbrigðum mínum með skort á samstarfi við skóla- og fagfólk í menntamálum í mótun á þessari tillögu. Þegar verið er að fara í eins gríðarmiklar breytingar og þessa þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa samstarf við alla aðila skólasamfélagsins, alla skólastjórnendur, starfsfólk og skóla- og foreldraráð skólanna,“ sagði Hjördís. Hún óttast að starfsfólk skóla og foreldrar nemenda muni upplifa óöryggi þegar breytingarnar gangi í gegn vegna skorts á samráði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar.Fjarðabyggð Geta ekki unnið með meirihlutanum Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðarbyggð, segir að um sé að ræða trúnaðarbrest í máli sem hann taldi vera þverpólitísk samstaða í. „Þetta er vinna sem hefur átt sér stað frá því í október og þessi afstaða fulltrúans í meirihlutanum kom okkur í opna skjöldu þar sem að við höfum ekki heyrt þessi sjónarmið áður í allri þessari vinnu. Þetta gerir það að verkum að það kristallast í þessu að einingin innan meirihlutans er engin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að meirihlutinn sé að vinna áfram með minnihluta í einhverri þverpólitískri vinnu í ljósi þessa,“ segir Ragnar. Óstarfhæfur meirihluti Hann segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ætla að segja sig úr öllum starfshópum í málum sem unnin hafa verið í þverpólitískri sátt. „Fyrir mér er meirihlutinn óstarfhæfur. Getum ekki unnið með þeim. Meirihlutinn þarf bara að ráða ráðum sínum og finna út úr því hvort að þeir geti yfir höfuð unnið áfram. En fyrir okkur þá er boltinn hjá meirihlutanum og hvað þeir ætla að gera,“ segir Ragnar. Þau líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum í góðri trú um að þetta væri einhugur um þessa breytingu og höfum starfað alla tíð með það fyrir augum að í svona veigamiklum breytingum þá yrði að vera þverpólitísk sátt um það og við horfðum þannig á það þegar við fórum til fundar í gær í bæjarstjórn að þetta væri niðurstaða sem allir væru sáttir við. Þess vegna kemur þetta okkur í opna skjöldu,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent