Stjórn HR geti ekki skert rekstrartekjur um 1,2 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 22:19 Háskólinn í Reykjavík hyggst ekki samþykkja tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Vísir/Vilhelm Stjórn Háskólans í Reykjavík segist ekki telja sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag. Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01
Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45
Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47