Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 20:50 Sunna Sif, Áslaug og Stefán Þorri um síðustu jól. Aðsend Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. „Ég var búinn að vera vongóður um að þetta myndi blessast þangað til á föstudaginn. Þá einhvern veginn missti ég alla von eftir að hafa átt samtal við fagstjóra,“ segir hann en þá var honum tjáð að dóttir hans myndi líklegast ekki komast að fyrr en næsta haust og að staðan væri í raun verri en hann grunaði. Stefán Þorri skrifaði langa og ítarlega færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hann birti sem opið bréf til borgarinnar. Þar fór hann vel yfir stöðuna. Dóttir hans fékk pláss í þeirra hverfisleikskóla, Dalskóla, í mars á síðasta ári. Þau þáðu plássið með þökkum en vegna manneklu bíða þau þess enn að hún komist að. Á meðan þau eru í raun skráð á þennan leikskóla hefur hún svo færst aftar á biðlista í öðrum leikskólum því hún er „með pláss annars staðar“. Á meðan hún bíður er hún hjá dagmömmu. „Við getum ekki verið á hefðbundnum biðlista því við samþykktum pláss og erum þannig skráð í kerfinu eins og hún sé með leikskóladvöl,“ segir hann og að það væru gríðarleg vonbrigði að komast að því að hún hafi færst aftar frá því í desember. Þá hafi hún verið um númer 11 í nærliggjandi leikskólum en sé núna númer um 20. Þannig hafi sem dæmi börn sem sé verið að flytja um leikskóla farið á undan dóttur hans í röðina þótt svo að þau séu jafnvel yngri en hún. Ráðlagt að sækja ekki um flutning Spurður hvort að þau geti sótt um flutning játar hann því en segir að á sama tíma þyrftu þau að segja upp plássinu. „Ég ætlaði að gera það í desember en fagstjórinn ráðlagði mér að gera það ekki og fylgjast frekar með hvernig biðlistarnir myndu þróast,“ segir Stefán Þorri. Hann segir öll samskipti við fagstjórann hafa verið góð. Hann hafi verið að reyna sitt besta en að það hafi bara ekki skilað neinu. „Maður fer að velta því fyrir sér hvort að það sé eitthvað verið að gera fyrir mann.“ Dóttir hans er enn hjá dagmömmu og vegna þess hve gömul hún er fengu þau niðurgreiðslu á gjöldum frá Reykjavíkurborg. Stefán Þorri segir það auðvitað mjög vel þegið en að það breyti því ekki að dóttir hans fær verulega skerta þjónustu miðað við jafnaldra sína sem eru á leikskóla. „Ef við tölum um niðurgreiðsluna út frá fjárhagslegum ávinningi, þá já,“ svarar Stefán Þorri spurður hvort að hún hafi létt undir. „Ég er samt í þeirri forréttindastöðu að hafa getað staðið straum að kostnaðinum allan tímann. Þannig mínar áhyggjur beinast miklu meir að þroska og velferð dóttur minnar,“ segir hann en á meðan dóttir hans bíður eftir plássi hefur dagmamman tekið inn yngri börn, allt að níu mánaða gömul. Dalskóli er í Úlfarsárdal. Reykjavíkurborg „Þannig dóttir mín er langelst og með allt aðrar þroskaþarfir,“ segir Stefán Þorri og að hann hafi tekið eftir því að þroski hennar er ekki alveg sá sami og hjá jafnöldrum hennar sem komust inn á leikskóla í haust. Hún eigi sem dæmi frænda sem sé fæddur viku á undan henni sem sé farinn að setja orð saman í heilar setningar, en ekki hún. „Hún er hrædd við útiveru. Við fórum út að leika í snjónum og hún er hrædd við það, sem hann er ekki. Enda er hún inni í átta klukkutíma á dag,“ segir Stefán Þorri. Vegna þess hve ung hin börnin eru hjá dagmömmunni hafi hún ekki færi á að fara með þau út. „Félagslegt umhverfi hennar er svo innilega ekki við hæfi og mínar áhyggjur snúa miklu meir að því heldur en þeim fjárhagslegu hliðinni.“ Svartasta sviðsmyndin sú líklegasta Stefán Þorri segir að á meðan þau hafi ekkert fengið staðfest frá borginni verði hann að gera ráð fyrir svörtustu sviðsmyndinni sem sé sú að dóttir hans komist ekki inn á leikskóla fyrr en næsta haust. Ári eftir að hún hefði átt að byrja og þegar verulega stutt er í þriggja ára afmælið hennar. Stefán Þorri segir að hann hafi átt í góðum samtölum við leikskólastjórann í gegnum þetta allt og segist skilja að vandamálið liggi í raun ekki hjá þeim. Borgin sjái um innritun en að leikskólinn hafi samt sem áður vitað af manneklu í lengri tíma. Stefán Þorri segir í færslunni að þau hafi á þessu tímabili hafnað einu plássi á öðrum leikskóla. Það var síðasta haust. Þá stóð hann í þeirri von að það tækist að manna á leikskólanum og því yrði biðin ekki svo löng. Þau myndu frekar vilja vera í hverfinu en að ferðast í Breiðholtið með dóttur sína í leikskólann en bæði hann og konan hans, Sinna Sif, starfa miðsvæðis og því hefði það verið mjög úr leið að koma henni og sækja hana í Breiðholtið. Sérðu eftir því? „Eftir á að hyggja já. Því mann hefði aldrei grunað að þetta myndi taka svona langan tíma. Þetta var íágúst og maður batt vonir við það að hún myndi vera hjá dagmömmu kannski fram í október. Þegar ég hugsa um þetta núna, þá já, auðvitað sé ég eftir þessu.“ Snýst ekki bara um biðlista Hann segir að þau séu í stanslausum samskiptum við Reykjavíkurborg auk þess sem þau hafi sótt um á einkarekna leikskóla en að á meðan haldi þau plássinu hjá dagmömmunni og reyni að örva dóttur sína þannig að hún haldi í jafnaldra sína í þroska. „Fyrst og fremst snýst þetta um það óréttlæti að með því að hafa samþykkt pláss sem aldrei var til staðar, og var vitað í langan tíma. Þá misstum við tækifæri á að grípa pláss annars staðar,“ segir Stefán Þorri og á þá við að honum hafi verið boðið pláss þegar það hafi legið fyrir í langan tíma að það væri mannekla á leikskólanum. „Dóttir mín er að gjalda fyrir það. Um það snýst þetta allt. Ég væri ekkert að ræða þetta ef þetta snerist bara um biðlista. Þetta snýst miklu meira um það hversu óábyrgt það var að bjóða okkur pláss sem „vonandi einhvern tímann“ var að fara að standa okkur til boða. Því ári síðar er enn ekkert að gerast og um það snýst þetta.“ Færslu Stefáns Þorra er hægt að lesa hér að neðan. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
„Ég var búinn að vera vongóður um að þetta myndi blessast þangað til á föstudaginn. Þá einhvern veginn missti ég alla von eftir að hafa átt samtal við fagstjóra,“ segir hann en þá var honum tjáð að dóttir hans myndi líklegast ekki komast að fyrr en næsta haust og að staðan væri í raun verri en hann grunaði. Stefán Þorri skrifaði langa og ítarlega færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hann birti sem opið bréf til borgarinnar. Þar fór hann vel yfir stöðuna. Dóttir hans fékk pláss í þeirra hverfisleikskóla, Dalskóla, í mars á síðasta ári. Þau þáðu plássið með þökkum en vegna manneklu bíða þau þess enn að hún komist að. Á meðan þau eru í raun skráð á þennan leikskóla hefur hún svo færst aftar á biðlista í öðrum leikskólum því hún er „með pláss annars staðar“. Á meðan hún bíður er hún hjá dagmömmu. „Við getum ekki verið á hefðbundnum biðlista því við samþykktum pláss og erum þannig skráð í kerfinu eins og hún sé með leikskóladvöl,“ segir hann og að það væru gríðarleg vonbrigði að komast að því að hún hafi færst aftar frá því í desember. Þá hafi hún verið um númer 11 í nærliggjandi leikskólum en sé núna númer um 20. Þannig hafi sem dæmi börn sem sé verið að flytja um leikskóla farið á undan dóttur hans í röðina þótt svo að þau séu jafnvel yngri en hún. Ráðlagt að sækja ekki um flutning Spurður hvort að þau geti sótt um flutning játar hann því en segir að á sama tíma þyrftu þau að segja upp plássinu. „Ég ætlaði að gera það í desember en fagstjórinn ráðlagði mér að gera það ekki og fylgjast frekar með hvernig biðlistarnir myndu þróast,“ segir Stefán Þorri. Hann segir öll samskipti við fagstjórann hafa verið góð. Hann hafi verið að reyna sitt besta en að það hafi bara ekki skilað neinu. „Maður fer að velta því fyrir sér hvort að það sé eitthvað verið að gera fyrir mann.“ Dóttir hans er enn hjá dagmömmu og vegna þess hve gömul hún er fengu þau niðurgreiðslu á gjöldum frá Reykjavíkurborg. Stefán Þorri segir það auðvitað mjög vel þegið en að það breyti því ekki að dóttir hans fær verulega skerta þjónustu miðað við jafnaldra sína sem eru á leikskóla. „Ef við tölum um niðurgreiðsluna út frá fjárhagslegum ávinningi, þá já,“ svarar Stefán Þorri spurður hvort að hún hafi létt undir. „Ég er samt í þeirri forréttindastöðu að hafa getað staðið straum að kostnaðinum allan tímann. Þannig mínar áhyggjur beinast miklu meir að þroska og velferð dóttur minnar,“ segir hann en á meðan dóttir hans bíður eftir plássi hefur dagmamman tekið inn yngri börn, allt að níu mánaða gömul. Dalskóli er í Úlfarsárdal. Reykjavíkurborg „Þannig dóttir mín er langelst og með allt aðrar þroskaþarfir,“ segir Stefán Þorri og að hann hafi tekið eftir því að þroski hennar er ekki alveg sá sami og hjá jafnöldrum hennar sem komust inn á leikskóla í haust. Hún eigi sem dæmi frænda sem sé fæddur viku á undan henni sem sé farinn að setja orð saman í heilar setningar, en ekki hún. „Hún er hrædd við útiveru. Við fórum út að leika í snjónum og hún er hrædd við það, sem hann er ekki. Enda er hún inni í átta klukkutíma á dag,“ segir Stefán Þorri. Vegna þess hve ung hin börnin eru hjá dagmömmunni hafi hún ekki færi á að fara með þau út. „Félagslegt umhverfi hennar er svo innilega ekki við hæfi og mínar áhyggjur snúa miklu meir að því heldur en þeim fjárhagslegu hliðinni.“ Svartasta sviðsmyndin sú líklegasta Stefán Þorri segir að á meðan þau hafi ekkert fengið staðfest frá borginni verði hann að gera ráð fyrir svörtustu sviðsmyndinni sem sé sú að dóttir hans komist ekki inn á leikskóla fyrr en næsta haust. Ári eftir að hún hefði átt að byrja og þegar verulega stutt er í þriggja ára afmælið hennar. Stefán Þorri segir að hann hafi átt í góðum samtölum við leikskólastjórann í gegnum þetta allt og segist skilja að vandamálið liggi í raun ekki hjá þeim. Borgin sjái um innritun en að leikskólinn hafi samt sem áður vitað af manneklu í lengri tíma. Stefán Þorri segir í færslunni að þau hafi á þessu tímabili hafnað einu plássi á öðrum leikskóla. Það var síðasta haust. Þá stóð hann í þeirri von að það tækist að manna á leikskólanum og því yrði biðin ekki svo löng. Þau myndu frekar vilja vera í hverfinu en að ferðast í Breiðholtið með dóttur sína í leikskólann en bæði hann og konan hans, Sinna Sif, starfa miðsvæðis og því hefði það verið mjög úr leið að koma henni og sækja hana í Breiðholtið. Sérðu eftir því? „Eftir á að hyggja já. Því mann hefði aldrei grunað að þetta myndi taka svona langan tíma. Þetta var íágúst og maður batt vonir við það að hún myndi vera hjá dagmömmu kannski fram í október. Þegar ég hugsa um þetta núna, þá já, auðvitað sé ég eftir þessu.“ Snýst ekki bara um biðlista Hann segir að þau séu í stanslausum samskiptum við Reykjavíkurborg auk þess sem þau hafi sótt um á einkarekna leikskóla en að á meðan haldi þau plássinu hjá dagmömmunni og reyni að örva dóttur sína þannig að hún haldi í jafnaldra sína í þroska. „Fyrst og fremst snýst þetta um það óréttlæti að með því að hafa samþykkt pláss sem aldrei var til staðar, og var vitað í langan tíma. Þá misstum við tækifæri á að grípa pláss annars staðar,“ segir Stefán Þorri og á þá við að honum hafi verið boðið pláss þegar það hafi legið fyrir í langan tíma að það væri mannekla á leikskólanum. „Dóttir mín er að gjalda fyrir það. Um það snýst þetta allt. Ég væri ekkert að ræða þetta ef þetta snerist bara um biðlista. Þetta snýst miklu meira um það hversu óábyrgt það var að bjóða okkur pláss sem „vonandi einhvern tímann“ var að fara að standa okkur til boða. Því ári síðar er enn ekkert að gerast og um það snýst þetta.“ Færslu Stefáns Þorra er hægt að lesa hér að neðan.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels