Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 21:47 Bjarki Þór Wíum Sveinsson, Freyr Jónsson og Sif Svavarsdóttir, nemendur í Listaháskólanum. Vísir/Arnar Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun. Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun.
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum