Bara tala hlaut Menntasprotann 2024 Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2024 14:22 Herve Debono, Hilmar Þór Birgisson, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Jón Gunnar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands, Guðmundur Auðunsson og Sigrún Halldórsdóttir, formaður dómnefndar. Birgir Ísleifur Gunnarsson Bara tala hlaut í dag Menntasprotann árið 2024 en Menntadagur atvinnulífsins var haldinn í ellefta sinn í morgun. Þá var Elko valið Menntafyrirtæki ársins. Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo. Skóla - og menntamál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Bara tala sé íslenskur menntasproti sem hafi hafið starfsemi sína árið 2023. „Bara tala nýtir sér gervigreind og íslenska máltækni til að veita fyrirtækjum og stofnunum stafrænt og gagnvirkt íslenskunám fyrir erlent starfsfólk sitt. Boðið er upp á grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði, en einnig er boðið upp á starfstengt íslenskunám sem er þróað í góðu samstarfi við fyrirtækin og er þannig sérsniðið að atvinnulífinu. Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað í júní 2023 og á ótrúlega skömmum tíma hefur fjöldi atvinnurekenda innleitt Bara tala fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Þróunarteymi Bara tala hefur áður unnið til fjölda verðlauna á sviði menntatækni á alþjóðlegum vettvangi, má þá helst nefna Bett verðlaunin 2022 og 2023 fyrir bestu alþjóðlegu menntatækni lausnina,“ segir tilkynningunni. Tákn um hugrekki Í rökstuðningi dómnefndar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands las upp kom meðal annars fram að í dag hafi fjöldi atvinnurekanda innleitt Bara tala fyrir erlent starfsfólk sitt. „Á innan við einu ári hefur Bara tala gjörbylt íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk og ljóst er að þessi lausn er komin til að vera,“ sagði Guðni. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bara tala, að félagið vonist til þess að Íslendingar, eða þeir sem að tali tungumálið nú þegar, verði betri í því að bara hlusta á meðan að þau sem eru að ná tökum á tungumálinu fá svigrúm til að bara tala. „Íslenska með hreim er nefnilega tákn um hugrekki,“ segir Jón Gunnar. „Í júní á síðasta ári kallaði forsætisráðherra eftir því að atvinnurekendur sýndu meiri ábyrgð og kæmu inn í það að bjóða upp á íslenskukennslu. Það tók ekki langan tíma fyrir atvinnurekendur að svara kallinu því í ágúst síðastliðinn kom Bara tala á markað og í dag hafa yfir 30 fyrirtæki og 7 sveitarfélög innleitt lausnina okkar fyrir erlenda starfsfólkið sitt. Stundum er gott að staldra við og fagna því sem vel er gert og ég vil sérstaklega þakka atvinnulífinu fyrir að taka lausninni okkar svona vel og samstarfsaðilum okkar í Akademías,“ segir Jón Gunnar Þórðarson. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sjá má upptöku frá Menntadeginum í spilaranum að neðan. Menntadagur atvinnulífsins - Færniþörf á vinnumarkaði from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.
Skóla - og menntamál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira