Kjaramál

Fréttamynd

Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar sjó­manna – verk­efnið bíður

Í liðinni viku slitu stéttarfélög sjómanna kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Það voru vonbrigði. Þrjú stéttarfélaganna, Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, birtu í kjölfarið auglýsingu og formenn þessara félaga skrifuðu grein hér á Vísi.

Skoðun
Fréttamynd

8 mínútur og 39 sekúndur

Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin og ASÍ eiga samleið

Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til.

Skoðun
Fréttamynd

Eru sjó­menn annars flokks?

Stéttarfélög sjómanna slitu í síðustu viku samningaviðræðum við útgerðarmenn um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn fóru fram með þær hógværu kröfur að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fá og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Villandi um­ræða um laun á milli markaða

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­réttur launa­munur kynjanna 4,1 prósent

Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskt samfélag

Þau voru bæði orðin sjötíu og tveggja ára og höfðu hætt að vinna fyrir tveimur til þremur árum. Og á þessum föstudagsmorgni sátu þau við eldhúsborðið og drukku morgunkaffið eins og þau gerðu reyndar á hverjum morgni.

Skoðun
Fréttamynd

Laun hjá hinu opinbera hafa rokið upp

Launavísitala lækkaði lítillega milli júní og júli en á síðustu tólf mánuðum hefur hún hækkað um 7,8 prósent, þar af 5,4 prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þetta segir í nýjustu tölum Hagstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Milli­landa­flug fer úr skorðum

Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug.

Innlent
Fréttamynd

Segir starfs­fólki Play engir afar­kostir settir

Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína

Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Innlent
Fréttamynd

Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“

Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar.

Innlent