„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið með Hetti og nú Tindastóli síðan að hann skildi við ÍR. Hann fór með Stólunum í úrslit í vor, rétt eins og með ÍR árið 2019. vísir/bára „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“ Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“
Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira