Þetta kemur fram á vef VR. Þar segir að um sé að ræða stærstu landssambönd launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Samstarfið nái til hátt í níutíu þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.
„Mjög ríkur vilji er innan beggja sambanda að gera sameiginlega atlögu að nýjum kjarasamningi þar sem áherslan verður á að auka kaupmátt og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er ljóst að samstarf LÍV og SGS mun skila auknum slagkrafti í kjarasamningaviðræðurnar,“ segir á vef VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður Landssambands íslenskra verzunarmanna. Félagið er heildarsamtök verlsunarmannafélaga víða um land. Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Félagið er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi.
Ragnar Þór og Vilhjálmur voru í hópi þeirra sem gengu út af landsþingi ASÍ fyrr í mánuðinum, sem varð til þess að þinginu og kjöri nýs forseta ASÍ var frestað fram á næsta ár.