Kjaramál

Fréttamynd

Vaktar­á­lag og raun­veru­leg á­hrif þess

Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarið er tíminn fyrir jafn­launa­vottun

Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fangi í bar­áttunni fyrir hús­næðis­öryggi

Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg.

Skoðun
Fréttamynd

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Innlent
Fréttamynd

Virðing vinnandi fólks

Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það.

Skoðun
Fréttamynd

Er lífið lotterí?

Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð

Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ og stór­fyrir­tæki verða að hemja sig, enda bara 1% af at­vinnu­lífinu

Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ó­á­sættan­leg staða og mjög alvar­leg“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Út­rýmum um­önnunar­bilinu

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Opin­bert ó­rétt­læti

Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsingaóreiða í Efstaleiti

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.

Klinkið
Fréttamynd

Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri

„Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum

Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan heldur áfram

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar er ekki bara vettvangur til að sýna samstöðu og minna á samtakamátt hreyfingarinnar, minnast þeirra sem ruddu brautina og sýna þeim stuðning sem hafa umboð til að ryðja hana áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttu­dagur verka­lýðsins í skugga verð­bólgu og dýr­tíðar

Dýrtíð er skollin á um alla Evrópu og við förum ekki varhluta af því. Verðbólgan mælist nú 7,2% og höfum við ekki séð slíkar tölur um árabil. Að stærstum hluta er verðbólgan innflutt, vegna Covid-kreppunnar og stríðsins í Úkraínu, sem hefur haft þau áhrif að verðlagið hefur hækkað, ekki síst á mat og eldsneyti.

Skoðun