Félög á Íslandi samið um að óléttar konur fái ekki greitt Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 07:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð í tvígang Evrópumeistari með Lyon. Sigur hennar í máli gegn félaginu hefur áhrif fyrir knattspyrnukonur um allan heim. Getty/Johannes Simon Í ljósi áfangans sem Sara Björk Gunnarsdóttir náði með því að vinna mál gegn franska félaginu Lyon, vegna vangoldinna launa þegar hún var barnshafandi, hafa Leikmannasamtök Íslands bent á að dæmi séu um að íslensk íþróttafélög neiti að greiða laun til óléttra leikmanna. Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af. Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leikmannasamtökin greindu frá því á Twitter að dæmi væru um að íslensk félög settu það sérstaklega inn í samninga við leikmenn að verði leikmaður þungaður falli greiðslur til hans niður á samningstímanum. Samtökin birtu skjáskot af slíku samningsákvæði sem sjá má hér að neðan. Dæmi um samning sem íslenskt félag hefur boðið leikmanni.@Leikmannasamtok Leikmannasamtökin segja að í þessu ljósi sé sigur Söru Bjarkar því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Í byrjun vikunnar svipti Sara hulunni af því sem gerðist eftir að hún varð fyrsti leikmaður í sögu Lyon, eins allra stærsta ef ekki stærsta félagsins í sögu knattspyrnu kvenna, til að verða ólétt. Sara greindi frá því að Lyon hefði ekki borgað henni umsamin laun eftir að hún varð ólétt og að framkvæmdastjóri félagsins hefði sagt að færi hún með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. Sara barðist hins vegar fyrir sínum rétti og uppskar tímamótasigur varðandi rétt leikmanna til fæðingarorlofs, og margar af þekktustu knattspyrnustjörnum heims hafa lýst yfir ánægju með hana og vonbrigðum yfir framgöngu Lyon í málinu. Footballers from around the world stand with @SaraBjork18 pic.twitter.com/1mc9W0w9Du— FIFPRO (@FIFPRO) January 19, 2023 Upphæðin sem Lyon hugðist spara sér nemur um 12,7 milljónum króna sem Söru, sem nú spilar með Juventus á Ítalíu, hafa nú verið dæmdar, auk vaxta. FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.
Íslenski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19 Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01 Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Megan Rapione styður Söru og skammar Lyon Bandaríska ofurstjarnan Megan Rapinoe hefur sent Lyon tóninn fyrir það hvernig félagið kom fram við Söru Björk Gunnarsdóttur. 18. janúar 2023 14:19
Segir að dómurinn í máli Söru geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn Sif Atladóttir segir að dómurinn í máli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon geti haft svipuð áhrif og Bosman-dómurinn frægi. 19. janúar 2023 09:01
Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. 18. janúar 2023 07:01