Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 15. janúar 2023 22:31 Sólveig Anna segir það taka einhverja daga að skipuleggja verkfallsboðun. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Vinnudeila Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er í algerum hnút og hafa samningsaðilar lítið þokast nær hvor öðrum. Forysta Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun sem verður lögð fyrir hópa félagsmanna til atkvæðagreiðslu á næstu dögum. „Þetta er að skýrast. Samninganefnd Eflingar er nú við störf við að halda áfram að draga upp plan um verkfallsboðun en vinnan er ekki búin þannig að það verða einhverjir dagar í viðbót þar til það liggur fyrir.“ Sólveig vildi ekki segja frá því hvers konar aðgerðir verður um að ræða og gefur lítið fyrir lýðræðisást atvinnurekenda. Sem hafa talað um að það skjóti skökku við að ekki fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall. „Já það er mjög áhugavert að upplifa áhuga Halldórs Benjamíns og annara á lýðræðinu innan Eflingar. Ég ætla að leggja til að Samtök Atvinnulífsins láti framkvæma atkvæðagreiðslu hjá atvinnurekendum sem tilheyra samtökunum hvort þeir vilji ekki bara verða við mjög hófstilltum kröfum Eflingar.“ Forsætisráðherra ekki bjartsýnn Katrín Jakobsdóttir sagðist eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn ekki vera bjartsýn á að deilan leysist. „Ég er ekkert sérstaklega vongóð á þessum tímapunkti en ég hef líka haft þá sannfæringu lengi vel að fólkið sem situr við samningaborðið sé yfirleitt mjög lausnamiðað og hef trú á því að þau reyni að finna allar mögulegar leiðir til þess að leysa þennan hnút.“ „Efling gafst ekki upp“ Sólveig Anna segir augljóst að verkföll geti skilað miklum kjarabótum. „Það er ekki þannig að þegar Efling hefur farið í verkfallsaðgerðir á síðustu árum að það hafi ekki skilað árangri. Þvert á móti. Það hefur skilað þeim árangri að frá 2019 þá jókst kaupmáttur verkafólks um 4,2 prósent á ári umfram aðra hópa einfaldlega vegna þess að Efling gafst ekki upp, barðist og náði árangri.“ Þessi orð Sólveigar fara eflaust ekki vel í alla en sumir atvinnurekendur eru þegar byjaðir að hvetja starfsfólk sitt til þess að hugsa sig vel um áður en það kýs með verkfalli.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45 Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki um að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15. janúar 2023 14:45
Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. 12. janúar 2023 19:50