Af hverju þarf Eflingarfólk að fá meira en landsbyggðarfólk Stefán Ólafsson skrifar 14. janúar 2023 13:32 Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Stefán Ólafsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun