Kjaramál

Fréttamynd

Hilmar þriðji varaforseti ASÍ

Hilmar Harðarson hefur verið kosinn þriðji varaforseti Alþýðusambands Íslands. Hann var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar ASÍ í gær, þann 26. október.

Innlent
Fréttamynd

„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist

Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður.

Innlent
Fréttamynd

Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum

Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu

Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsum launin!

Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Kvenna­frí­dagurinn – inn­blástur til breytinga

Í dag er Kvennafrídagurinn og þó að orðið sjálft hljómi eins og dásamlegt frí fyrir konur með heitri sól, hvítum ströndum og tilheyrandi tásumyndum er raunin hins vegar ekki sú. Kvennafrí er ákall um samstöðu og breytingar, áminning um að á vinnumarkaðnum viðgengst kynbundið (launa)misrétti sem lengi hefur fengið að þrífast, sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­yrkja og aldraða að lífs­kjara­borðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Konur á af­sláttar­kjörum?

Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Það munar um minna

Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir.

Skoðun
Fréttamynd

Konur! Hættum að vinna ó­keypis!

Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­rætum kerfis­bundið van­mat á störfum kvenna

Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út.

Skoðun
Fréttamynd

Halldór fer með rangt mál

Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu.

Skoðun
Fréttamynd

Birtir kveðjuræðu sem átti að flytja hefði Ragnar Þór náð kjöri

Formaður í Stéttarfélagi Vesturlands var búin að semja harðorða ræðu til að flytja undir liðnum Önnur mál á þingi ASÍ í síðustu viku viðbúin því að Ragnar Þór Ingólfsson næði kjöri sem forseti ASÍ. Svo fór ekki því Ragnar Þór og hans nánasta samstarfsfólk yfirgaf þingið í mótmælaskyni áður en gengið var til kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Engin óeining innan raða VR

Ekkert ó­sætti er innan stjórnar VR með á­kvörðun formannsins um að ganga út af þingi Al­þýðu­sam­bandsins eða bolla­leggingar hans um að draga VR úr Al­þýðu­sam­bandinu. Sú um­ræða­mun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjara­samnings­við­ræðurnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðan sem rauk út á haf!

Þegar fór að styttast í 45. þing ASÍ og ljóst var að ákveðnir aðilar úr hópi forystufólks voru farnir að tilkynna um framboð, sem að mínu mati hefði þýtt fjandsamlega yfirtöku sambandsins, settist ég niður og skrifaði ræðu til að flytja undir liðnum önnur mál í þinglok.

Skoðun
Fréttamynd

Staða VR innan ASÍ óbreytt í bili

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðu félagsins innan ASÍ óbreytta og ekki tímabært að gera breytingar þar á í bili þar sem þingi ASÍ hafi verið frestað. Hins vegar verði málefni ASÍ rædd á vettvangi VR eftir að kjarasamningar hafa verið undirritaðir.

Innlent
Fréttamynd

Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa

Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á að sættir náist

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 

Innlent
Fréttamynd

Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða

Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Nöktu föt keisarans og skæri demanturinn

Verkalýðshreyfingin er að berjast á mörgum vígstöðum þessa dagana og eins og áður þá sendi ég á þau orkuknús og óska þeim alls hið besta. Þau mega alveg fá að vita að það er fólk í samfélaginu sem stendur með þeim svo ef þú lesandi góður ert sammála mér, ekki hika við að senda á þau fallegar kveðjur og orkuknús.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 

Innlent