Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 12:59 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilunni í gær. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22