Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 12:59 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilunni í gær. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22