Vaxtahækkanir og verðbólga í boði verkalýðshreyfingarinnar Þorsteinn Víglundsson skrifar 25. maí 2023 14:01 Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun