Kennarar undirrituðu kjarasamninga Árni Sæberg skrifar 26. maí 2023 20:39 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara og Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara skrifuðu nú undir kvöld undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða skammtímasamninga til eins árs. Í fréttatilkynningu um undirritunina segir að tveir samningar hafi verið undirritaðir í húsakynnum Kennarasambandsins nú undir kvöld. Það hafi annars vegar verið Félag grunnskólakennara og hins vegar Félag leikskólakennara sem gengu frá samningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Vert er að taka fram að undirritun samningana mun engin áhrif hafa á boðaðar verkfallsaðgerðir BSRB, sem hafa meðal annars áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla. Kjarasamningar beggja félaga runnu út 31. mars síðastliðinn. Nýju samningarnir eru báðir skammtímasamningar, með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. maí 2024. Kynning samninganna hefst hjá báðum félögum strax eftir helgina. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms, að því er segir í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands. Að því loknu verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna FG og FL. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 2. júní 2023. Ekki góðar aðstæður fyrir gerð langtímasamninga Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að ánægjulegt sé að tekist hafi að landa kjarasamningum, þó að til skamms tíma séu. Mikil vinna hafi farið í samningaviðræður þótt í þeim felist engar efnislegar breytingar frá fyrri samningum fyrir utan launaliðinn. Hún segir ekki endilega tímabært að hefja viðræður um gerð langtímasamninga enda séu aðstæður í þjóðfélaginu ekki hagstæðar til þess. Kjaramál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um undirritunina segir að tveir samningar hafi verið undirritaðir í húsakynnum Kennarasambandsins nú undir kvöld. Það hafi annars vegar verið Félag grunnskólakennara og hins vegar Félag leikskólakennara sem gengu frá samningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Vert er að taka fram að undirritun samningana mun engin áhrif hafa á boðaðar verkfallsaðgerðir BSRB, sem hafa meðal annars áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla. Kjarasamningar beggja félaga runnu út 31. mars síðastliðinn. Nýju samningarnir eru báðir skammtímasamningar, með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. maí 2024. Kynning samninganna hefst hjá báðum félögum strax eftir helgina. Nánara fyrirkomulag verður kynnt innan skamms, að því er segir í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands. Að því loknu verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna FG og FL. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 2. júní 2023. Ekki góðar aðstæður fyrir gerð langtímasamninga Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að ánægjulegt sé að tekist hafi að landa kjarasamningum, þó að til skamms tíma séu. Mikil vinna hafi farið í samningaviðræður þótt í þeim felist engar efnislegar breytingar frá fyrri samningum fyrir utan launaliðinn. Hún segir ekki endilega tímabært að hefja viðræður um gerð langtímasamninga enda séu aðstæður í þjóðfélaginu ekki hagstæðar til þess.
Kjaramál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira