Geðþóttaákvarðanir valdhafanna Þórarinn Eyfjörð skrifar 30. maí 2023 09:00 Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan. Getur það talist eðlileg og skynsöm leið að nota hagstjórnartæki á þann veg að gera almennu launafólki sífellt erfiðara fyrir að ná endum saman á sama tíma og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að ná félagslegum stöðugleika með því að beita skattakerfinu og öðrum stjórnunartækjum sínum til að verja þá verst settu? Við sjáum dæmin um tekjulítið fólk, ungt fólk í húsnæðiskaupum, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða, sem núna standa frammi fyrir því enn á ný að vera skilin eftir og sagt að éta það sem úti frýs. Á meðan er þeim ofurríku, bönkum, fjármagnseigendum, stórfyrirtækjum og stórútgerðum hlíft við því að taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Stærsti hópur almennings á sér engan talsmann og engan umboðsmann hjá núverandi stjórnvöldum. Hvað varð um öll fyrirheitin um stéttlaust samfélag, stétt með stétt, betra líf fyrir alla, og alla þá innihaldslausu slagorðafrasa sem birtast okkur þegar flokkarnir eru að selja sig fyrir kosningar? Hafa núverandi stjórnvöld einhvern áhuga á að koma hér upp réttlátu skattkerfi, kraftmiklu skatteftirliti, eðlilegri arðsemishlutdeild frá bönkum og stórfyrirtækjum? Auðlegðarskatti og stóreignaskatti? Eða virkari aðhaldsheimildum svo hægt sé að bregðast við stjórnlausum hækkunum á húsaleigu, álagningu á nauðþurftum eða gjaldskrárhækkunum, bæði opinberra aðila og einkaaðila? Hefur ríkisstjórnin yfir höfuð einhvern raunverulegan áhuga á að verja kjör almennings og fjölskyldna á Íslandi? Svarið við þessum spurningum er augljóslega – Nei! Þau hafa engan áhuga á því. Þau hafa hins vegar áhuga á að horfa á Seðlabankann hækka stýrivexti, keyra niður lífsafkomu almennings og skerða kaupmátt launa – og þau velja að gera ekkert til að hjálpa til við verkefnið. Nema jú, að skera niður okkar sameiginlega velferðarkerfi og fara í gjaldskrárhækkanir. Með því tryggja stjórnvöld að sérstakir vildarvinir þeirra, hinir ríku vinir þeirra, geti haldið uppi hömlulausri auðsöfnun og neyslu. Efnahagsstjórn Íslands er byggð á geðþóttaákvörðunum sem ganga út á að framkvæma það sem kemur þeim sem eiga auðinn best hverju sinni. Auðgreifar og -greifynjur landsins axla enga ábyrgð og velta afleiðingum af ákvörðunum peningastefnunefndar beint úr í verðlag. Verð á matvöru á Íslandi er eitt hið hæsta í heimi. Bankarnir hækka vexti á húsnæðislánum og þannig er þeim leyft að okra á íslenskum heimilum. Helsti hagnaður bankanna er vaxtamunur, en hagnaður Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka var samtals 20 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á meðan dettur ríkisstjórninni ekki í hug að hækka bankaskattinn sem neinu nemur. Hann er lægri nú en hann var þegar hann var fyrst lagður á 2010. Núverandi forsætisráðherra sagði í pontu á Alþingi á kosningaári 2016: „Það afhjúpaðist fyrir almenningi að í þessu landi búa tvær þjóðir og sú skipting byggist á misskiptingu.“ Þetta er alveg rétt hjá henni. Síðan forsætisráðherra mælti þessi frómu orð á Alþingi hefur gjáin gliðnað milli þeirra ríku sem allt eiga og þeirra sem eiga lítið, misskipting aukist og kaupmáttur rýrnar nú hratt, reyndar mjög hratt. Stéttaskiptingin er augljós. Núorðið er mestallur auður sem sem verður til í landinu í höndum fárra útvalinna greifa. Það verður ekki annað séð en að það sé í boði forsætisráðherra ríka fólksins. Vissulega búa hér á Íslandi tvær þjóðir og með hverri geðþóttaákvörðuninni á fætur annarri hefur ójöfnuðurinn aukist ár frá ári. Með geðþóttaákvörðunum heimilar forsætisráðherra bönkunum og Seðlabankastjóra að braska með líf fólks. Fyrsta snjóhengjan sem fryst var með því að festa vexti á húsnæðislánum fer senn að þiðna og bresta. Ríkisstjórnin með seðlabankastjóra í fararbroddi hvatti almenning að taka lán til íbúðarkaupa á reglulausum húsnæðislánamarkaði. Afborganir af þessum lánum munu að öllum líkindum að minnsta kosti tvöfaldast þegar vextir losna. Hvað ætla stjórnvöld og seðlabankastjóri, sem hvöttu launafólk til að kaupa sér fasteignir á tímum lágra stýrivaxta, að gera nú? Við vitum það ekki. Líklega ekki neitt. Svo á verkalýðshreyfingin að gæta hófs í launakröfum sínum! Skilaboð ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjórans eru skýr. Verðbólgan er ykkur launafólki að kenna, ekki hagstjórninni! Ríkisstjórnin hefur klár markmið; skerum niður velferðarríkið og hækkum opinber gjöld á almenning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa klár markmið; veikja þarf verkalýðshreyfinguna svo auðveldara verði að fótum troða réttindi vinnandi fólks. Sendisveinar greifanna, ríkisstjórnin sjálf, hefur skapað hér mikla stéttaskiptingu með geðþóttaákvörðunum í stað þess að huga að velferð samfélagsins, réttlátri skiptingu verðmætanna og félagslegum stöðugleika. Þessum skrípaleik verður að linna. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun