Kjaramál

Fréttamynd

Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal

Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf.

Innlent
Fréttamynd

Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið

Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á.

Innlent
Fréttamynd

Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 

Innlent
Fréttamynd

Samningur í höfn milli SA og SSF

Samtök atvinnulífsins og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa undirritað skammtímakjarasamning. Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75% og gildir hækkunin afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Samningurinn er áþekkur þeim sem samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­líkt mat á verk­falls­vilja hótel­starfs­fólks

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu

Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 

Innlent
Fréttamynd

A View from the Ranks of Efling

In a recent interview with mbl.is, the secretary of Efling, Ólöf Helga Adolfsdóttir, said that people are willing “to blindly follow” the union’s chairman, Sólveig Anna Jónsdóttir. I found this statement quite frustrating, because according to my experience, Sólveig Anna is one of the only public figures in Iceland who seems to understand and honestly assess the current struggles of the lowest-paid workers.

Skoðun
Fréttamynd

8 staðreyndir og 4 spurningar

Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða.

Skoðun
Fréttamynd

„Aldrei setið svona stuttan fund á ævinni“

Samningafundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Nefndirnar funduðu fyrst hvor í sínu lagi áður en sest var niður til fundar. Sá stóð aðeins yfir í skamman tíma. Rétt um eina mínútu. 

Innlent
Fréttamynd

Samninga­fundur hafinn: „Við­brögð at­vinnu­rek­enda gætu verið marg­slungin, til dæmis að semja við Eflingu“

Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu.

Innlent
Fréttamynd

Rök Eflingar

Efling hefur farið fram á að njóta eigin samningsréttar og gera kjarasamning sem tekur mið af samsetningu hóps verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og þeim sérstöku aðstæðum sem það fólk býr við. Það á alltaf að vera markmið kjarasamninga fyrir láglaunafólk að launakjör dugi til framfærslu á því svæði sem fólkið lifir og starfar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“

Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 

Innlent
Fréttamynd

Hægfara bylting á Íslandi í 30 ár

Íslenskt samfélag hefur gerbreyst frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi fyrir tæplega þrjátíu árum og með auknum hraða síðasta áratuginn. Fyrir gildistökuna voru erlendir íbúar aðeins um þrjú prósent þjóðarinnar en eru nú um sautján prósent.

Innlent
Fréttamynd

Afstöðu bankanna ekki haggað með rökum eða fortölum, segir formaður SFF

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SFF, furðar sig á því að bankarnir telji sig geta sloppið minna en 6 prósenta aukningu launakostnaðar á meðan aðrar atvinnugreinar hafa horft upp á meira en 10 prósenta hækkun vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna sem sjá ekki fram á að ná árangri í viðræðunum „með rökum eða fortölum“. 

Innherji
Fréttamynd

Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni

Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana.

Fótbolti