Pattstaða í samningaviðræðum og enginn veitir viðtal Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 13:20 Sigríður Margét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara og Arnar Hjálmsson formaður flugumferðarstjóra. Vísir Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst að óbreyttu í nótt. Deiluaðilar funduðu síðast á föstudaginn og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir málið í pattstöðu. Ekki hafi verið boðað til nýs fundar en hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir. Aldís segir málið á sama stað og fyrir helgi, ekkert nýtt væri að frétta af deilunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað Aldís deiluaðila um að halda viðræðum utan fjölmiðla á föstudag. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki veita viðtal vegna málsins en staðfesti þó að samtökin muni ekki funda með Félagi flugumferðarstjóra nema verkföllum komandi viku verði aflýst. Þá afþakkaði Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, einnig viðtal við fréttastofu. Hann segir deiluna á viðkvæmum stað og að ekki hafi enn verið boðað til fundar. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif en til að mynda hefur flugfélagið PLAY ákveðið að fresta sínum flugferðum um sex klukkustundir á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. 16. desember 2023 17:53 Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 16. desember 2023 17:36 Segir sáttasemjara valdlausan Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag þar sem hún lýsir verkfalli flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli sem skæruaðgerðum og gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda. 16. desember 2023 15:34 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir málið í pattstöðu. Ekki hafi verið boðað til nýs fundar en hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins fyrir hádegisfréttir. Aldís segir málið á sama stað og fyrir helgi, ekkert nýtt væri að frétta af deilunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað Aldís deiluaðila um að halda viðræðum utan fjölmiðla á föstudag. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki veita viðtal vegna málsins en staðfesti þó að samtökin muni ekki funda með Félagi flugumferðarstjóra nema verkföllum komandi viku verði aflýst. Þá afþakkaði Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, einnig viðtal við fréttastofu. Hann segir deiluna á viðkvæmum stað og að ekki hafi enn verið boðað til fundar. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hefur víðtæk áhrif en til að mynda hefur flugfélagið PLAY ákveðið að fresta sínum flugferðum um sex klukkustundir á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. 16. desember 2023 17:53 Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 16. desember 2023 17:36 Segir sáttasemjara valdlausan Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag þar sem hún lýsir verkfalli flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli sem skæruaðgerðum og gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda. 16. desember 2023 15:34 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Play breytir áætlunarkerfinu vegna verkfallanna Tímabundnar breytingar verða gerðar á tengileiðakerfi flugfélagsins Play meðan á verkfallshrinu flugumferðarstjóra stendur. Breytingarnar eiga við um flugferðir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. 16. desember 2023 17:53
Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. 16. desember 2023 17:36
Segir sáttasemjara valdlausan Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði pistil sem birtist á Vísi í dag þar sem hún lýsir verkfalli flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli sem skæruaðgerðum og gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda. 16. desember 2023 15:34