Ekki samstaða innan ASÍ um áherslur í komandi kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2023 15:19 Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ útilokar ekki að landsambönd og félög nái saman um kröfugerðina áður en viðræðum líkur. Stöð 2/Sigurjón Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar. Formenn landsambanda og stærstu félaga innan Alþýðusambandsins komu saman til fundar í morgun til að reyna að ná saman um áherslur og kröfur í komandi kjaraviðræðum. Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samkomulag um helstu áherslur í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Niðurstaðan var sú að við ætlum aðeins að hvíla okkur hvert á öðru. Þannig að það fer bara hver til síns heima og metur stöðuna út frá þörfum sinna félaga og sambanda,“ segir Finnbjörn. Samningsumboðið liggi hjá hverju félagi fyrir sig og því geti farið svo að gengið verði til viðræðna við Samtök atvinnulífsins á nokkrum vígstöðvum. „Það er náttúrlega mikil vinna framundan og hún verður kannski heldur flóknari ef menn fara fram í mörgum einingum. En það liggur fyrir að samningar renna út 1. febrúar og markmiðið er að vera búin að semja fyrir þann tíma hjá öllum aðilum,“ segir forseti ASÍ. Í undanförnum tveimur samningum hefur verið samið um krónutöluhækkun launa þannig að þeir lægst launuðu hafa hlutfallslega fengið meiri launahækkanir en millitekjuhópar og hópar með hærri laun. Þannig hækkuðu laun að hámarki um 66 þúsund krónur við gerð síðustu samninga og finnst sumum félögum að millitekjufólkið hafi setið eftir og leggja því áherslu á prósentuhækkanir launa. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar leggur áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum.Stöð 2/Arnar „Það er alltaf meiri slagkraftur ef menn eru saman og meiri þungi í viðræðunum. Það var það sem við vorum að leitast við að ná í þessum viðræðum okkar. Að reyna að ná einum samhljómi sem því miður tókst ekki að þessu sinni. En það er aldrei hægt að segja aldrei í þessum efnum,“ segir Finnbjörn. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist leggja áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum eins og hún hafi marg ítrekað og að byggt verði á hugmyndafræði lífskjarasamninganna frá 2019. Fleiri félög eru á þeirri línu og því gætu myndast tvær blokkir innan ASÍ sem annars vegar leggja áherslu á krónutöluhækkanir en hins vegar á prósentuhækkanir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hópar innan samtaka iðnaðarmanna í síðari hópnum sem hefur notið góðs af launaskriði undanfarin ár en nú hefur stórlega dregið úr því. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag ASÍ Tengdar fréttir Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Formenn landsambanda og stærstu félaga innan Alþýðusambandsins komu saman til fundar í morgun til að reyna að ná saman um áherslur og kröfur í komandi kjaraviðræðum. Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samkomulag um helstu áherslur í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Niðurstaðan var sú að við ætlum aðeins að hvíla okkur hvert á öðru. Þannig að það fer bara hver til síns heima og metur stöðuna út frá þörfum sinna félaga og sambanda,“ segir Finnbjörn. Samningsumboðið liggi hjá hverju félagi fyrir sig og því geti farið svo að gengið verði til viðræðna við Samtök atvinnulífsins á nokkrum vígstöðvum. „Það er náttúrlega mikil vinna framundan og hún verður kannski heldur flóknari ef menn fara fram í mörgum einingum. En það liggur fyrir að samningar renna út 1. febrúar og markmiðið er að vera búin að semja fyrir þann tíma hjá öllum aðilum,“ segir forseti ASÍ. Í undanförnum tveimur samningum hefur verið samið um krónutöluhækkun launa þannig að þeir lægst launuðu hafa hlutfallslega fengið meiri launahækkanir en millitekjuhópar og hópar með hærri laun. Þannig hækkuðu laun að hámarki um 66 þúsund krónur við gerð síðustu samninga og finnst sumum félögum að millitekjufólkið hafi setið eftir og leggja því áherslu á prósentuhækkanir launa. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar leggur áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum.Stöð 2/Arnar „Það er alltaf meiri slagkraftur ef menn eru saman og meiri þungi í viðræðunum. Það var það sem við vorum að leitast við að ná í þessum viðræðum okkar. Að reyna að ná einum samhljómi sem því miður tókst ekki að þessu sinni. En það er aldrei hægt að segja aldrei í þessum efnum,“ segir Finnbjörn. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist leggja áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum eins og hún hafi marg ítrekað og að byggt verði á hugmyndafræði lífskjarasamninganna frá 2019. Fleiri félög eru á þeirri línu og því gætu myndast tvær blokkir innan ASÍ sem annars vegar leggja áherslu á krónutöluhækkanir en hins vegar á prósentuhækkanir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hópar innan samtaka iðnaðarmanna í síðari hópnum sem hefur notið góðs af launaskriði undanfarin ár en nú hefur stórlega dregið úr því.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag ASÍ Tengdar fréttir Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08